is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27212

Titill: 
  • "Bækur hafa mátt til að þroska einstaklinginn." Notkun bókameðferða til að takast á við vandamál grunnskólanemenda.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bókameðferð er kerfisbundin notkun bóka til að hjálpa einstaklingum að takast á við andleg, líkamleg, tilfinningaleg og félagsleg vandamál. Rannsóknir hafa sýnt að það er auðveldara fyrir kennara að taka á vandamálum nemenda með hjálp bókameðferðar.
    Markmið þessarar rannsóknar er tvíþætt. Annars vegar að kynna bókameðferðir fyrir kennurum og hinsvegar að gefa þeim hugmyndir um hvernig nýta megi slíkar meðferðir í kennslustofunni. Til að ná þessum markmiðum notaðist ég við eigindlegar rannsóknaraðferðir. Tekin voru þrjú viðtöl og fylgst með opnum útlánstíma á einu skólabókasafni.
    Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að bókameðferð er ekki þekkt aðferð í grunnskólum á Íslandi og vantar almennt lýsingu á slíkri meðferð á móðurmálinu. Vandamál nemenda eru fjölbreytt og nokkuð mismunandi eftir aldursstigi og eru viðmælendur mínir sammála um að bókameðferð gæti verið áhrifarík og skemmtileg kennsluaðferð til að takast á við vandamál í skólastofunni.
    Mest fór þó fyrir efnisgreiningu þar sem allar leiðbeiningar til kennara voru gerðar eftir erlendum heimildum. Einnig var gerður bókalisti yfir barnabækur sem nýtast má þegar nota á bókameðferðir. Sá listi var gerður með því að skoða fyrst allar útgefnar barnabækur frá árunum 2006-2016 í Bókatíðindum og síðan las ég betur þær bækur sem gætu hugsanlega tengst vandamálum barna og unglinga í dag og efnisgreindi þær eftir skólastigi og þeim vandamálum sem þær fjalla um. Listinn er ekki tæmandi og má líta á sem verk í vinnslu. Þannig getur sá sem notfærir sér listann bætt við efni eftir hentugleika. Þetta er aftur á móti fyrsta skrefið í að útbúa lista yfir barna- og unglingabækur sem tengjast vandamálum sem hugsanlegt er að börn á grunnskólaaldri glími við. Bókalistinn er ekki settur upp eftir bókfræðilegum skráningarreglum heldur með þau atriði í huga sem gætu nýst við val á bók fyrir nemendahópinn.

  • Útdráttur er á ensku

    Booktherapy is a systematic use of books to help individuals to cope with mental, physical, motional and social problems. Researches have shown that it is easier for teachers to cope with problem in the student group with the help of booktherapy.
    The goals of this research is twofold. First to introduce booktherapy for teachers and secondly to give them ideas how to use that kind of therapy in the classroom. To achieve those goals I used qualitative reasearch methods. I took three interviews and observed activities at one school library when it was open for students.
    The results of this research are those that booktherapy is not known practice in elementary schools in Iceland and descriptions for the therapy are missing in Icelandic. The problems students go through are diverse and vary between ages. Participants of the research agree that booktherapy could be effective and fun teaching method to cope with problems in the classroom.
    The main method I used was content analyses were most of the sources were in foreign languages. Also was content analyses used when making a list of books that can be used when practicing booktherapy with children. That list was made by looking through Icelandic booklets called Bókatíðindi which are published every year and is kind of encyclopedia over all published books in Icelandic that year. I looked through the booklets from the years 2006-2016 and wrote down all books that might be about problems that children and adolescence go through in schools today. Next I read the books and the outcome of that reading is the list of books you can find in the research paper. The list is not exhaustive and can be looked upon as a work in progress. This is the first step of making this kind of list in Iceland where you can find books that relate to the problems children experience in school. The list is not made by bibliographic registration rules but structured after the issues that can possibly help when choosing a book for booktherapy with students.

Samþykkt: 
  • 8.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27212


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð SÁB.pdf1.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf524.88 kBLokaðurYfirlýsingPDF