is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27213

Titill: 
 • Hið föla skin tunglsins hlífir engum: jaðarfræðirit. Jaðartexti norrænna örforlaga í samtímanum
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð mun ég kanna örforlagafyrirbærið. Mest verður fjallað um örforlögin sem eru starfandi á Íslandi um þessar mundir, en sérstök áhersla verður lögð á Tunglið og svo Partus, sem meðal annars stendur á bak við Meðgönguljóð sem sjónum verður sérstaklega beint að. Einnig verður litið til örforlaga á öðrum Norðurlöndum til að fá skýrari mynd af fyrirbærinu og innsýn í norrænar samtímabókmenntir. Markmiðið er að skilgreina fyrirbærið örforlög og greina hugmyndirnar sem tengjast þeim, setja þær í bókmenntalegt-, sögulegt- og hugmyndafræðilegt samhengi.
  Saga örforlaga á Íslandi á þessari öld verður könnuð með það að markmiði að varpa ljósi á þróun þessa fyrirbæris á Íslandi. Rætur þess má rekja til evrópsku framúrstefnunnar á fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Örforlögin tengjast iðulega hópastarfsemi sem var einmitt lífleg í framúrstefnunni. Ætlunin er að rýna í hópana sem standa að örforlögunum nú um stundir, meðal annars í ljósi kenningar um það hvernig þeir starfa.
  Fræðilegur rammi ritgerðarinnar verður félagsfræðilegur og jaðartextahugtakið er í brennidepli. Bókmenntavettvangurinn verður skoðaður í samfélagslegu, sögulegu og efnislegu ljósi og örforlög verða borin saman við stórforlög. Starfshættir örforlaganna verða rannsakaðir. Í þeim virðist til dæmis vera annars konar samband á milli útgefanda, rithöfundar og lesanda. Áhersla verður líka lögð á listræna framsetningu bókarinnar og gerðu-það-sjálfur nálgun örforlaganna. Hugmyndin um bókaútgáfu sem viðburð og bókmenntir sem viðburð verður grandskoðuð. Sjónum verður beint að sköpunarferli listaverksins. Greining á jaðartextanum snýr einnig að greinarheitinu og hlutverki þess í útgáfum örforlaganna.
  Tilgáta ritgerðarinnar er að jaðartextinn gegni mikilvægu hlutverki í starfsemi örforlaga nú um stundir. Hann er notaður til að skilgreina örforlögin á bókmenntasviðinu og skilja þau frá stórum forlögum. Hann gefur í skyn strax að hér sé eitthvað annað og öðruvísi á seyði. Jaðartextinn er framlenging texta verks og um leið hjálpar hann með því að móta og setja svip á þá nýju kynslóð ljóðskálda og rithöfunda sem örforlögin kynna til sögunnar. Hann mótar sjálfsmynd bæði örforlaga og ljóðskálda og rithöfunda sem gefa út hjá þeim. Auk þess setur hann svip á bókmenntir sem þau gefa út og standa fyrir.

Samþykkt: 
 • 8.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27213


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerðin_Ana Stanicevic.pdf8.63 MBLokaður til...08.05.2033HeildartextiPDF
Yfirlýsing.pdf54.88 kBLokaðurYfirlýsingPDF