is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27214

Titill: 
  • Er neytendahegðun sú sama í orði og á borði? Neytendahegðun og kaup á sjálfbærum tískuvarningi
  • Titill er á ensku Do consumers practice what they preach? Consumer behavior and purchase of sustainable fashion
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Áhugi á alþjóðlegri velferð og sjálfbærni hefur aukist á síðustu árum og samfara því hefur framboð af vörum sem framleiddar eru á sjálfbæran, félagslega ásættanlegan og siðferðislegan máta, aukist til muna. Neytendum er í auknum mæli umhugað um að breyta á siðferðislega réttan hátt gagnvart umhverfinu og samfélaginu en það virðist ekki alltaf leiða til breyttrar neytendahegðunar og á það sérstaklega við um tískuvarning. Tilgangur ritgerðarinnar er að kanna og fá dýpri innsýn í neytendavenjur Íslendinga á markaði fyrir sjálfbæran tískufatnað.
    Framkvæmd var megindleg rannsókn til að komast að því hvort samræmi væri á milli viðhorfa íslenskra neytenda til sjálfbærrar tísku og neytendahegðunar þeirra. Spurningalisti var sendur út þar sem þátttakendur voru beðnir að svara annars vegar spurningum varðandi viðhorf þeirra til málefnisins og hins vegar spurningum er tengdust neytendahegðun þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að samræmi var á milli viðhorfa þeirra og hegðunar. Það kemur þó í ljós að flestir voru meira sammála fullyrðingum tengdum viðhorfum til sjálfbærrar tísku en fullyrðingum og spurningum tengdum neytendahegðun þeirra. Íslenskir neytendur virðast því vera með jákvæðara viðhorf til sjálfbærrar tísku en þeir í raun sýna með neytendahegðun sinni. Ekki er hægt að alhæfa að íslenskir neytendur geri ekki sitt besta til að stuðla að sjálfbærri neyslu á tískuvarningi en niðurstöður gefa hins vegar til kynna að þeir séu ekki nægilega meðvitaðir um þær leiðir sem þeir gætu valið til að stuðla að meiri sjálfbærni í þessum iðnaði.

Samþykkt: 
  • 8.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27214


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_ritgerd_Alexia_Bjork.pdf2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing.pdf107.7 kBLokaðurYfirlýsingPDF