is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27215

Titill: 
 • Fjarvinna á Íslandi. Viðhorf starfsmanna og upplýsingaöryggi.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að öðlast innsýn í fjarvinnu á Íslandi auk þess að kanna hvernig upplýsingaöryggi viðkomandi gagna og búnaðar væri háttað.
  Eigindlegri aðferðafræði (e. qualitative methodology) var beitt við rannsóknina. Notaðir voru hliðverðir (e. gatekeepers) til þess að nálgast viðmælendur og stuðst við aðferð grundaðrar kenningar (e. grounded theory) við úrvinnslu og greiningu gagnanna. Tekin voru níu hálfopin (e. semi-structured), maður á mann djúpviðtöl (e. in-depth interviews) þar sem rætt var við fjóra fjarvinnustarfsmenn, þrjá skjalastjóra og tvo yfirmenn.
  Almenn ánægja ríkir um þetta vinnufyrirkomulag sem verður sífellt algengara. Fjarvinnufólkinu fannst gott að hafa sveigjanlegan vinnutíma auk þess að geta unnið í sínum kjöraðstæðum. Þau sem voru alfarið í fjarvinnu voru þó öll sammála um það að þeim fyndist þau alltaf vera í vinnunni og lítið væri um frí. Fjarvinna getur komið sér mjög vel, bæði fyrir skipulagsheildir og fjarvinnufólk. Mikið hagræði getur falist í því að starfsfólkið geti unnið óháð stað og stund, en það er hins vegar vandmeðfarið. Fjarvinnufólk verður að búa yfir miklum sjálfsaga og þarf helst að setja sér ákveðinn vinnutíma. Fjarvinna gerir skipulagsheildum kleift að ráða til sín hæfileikaríkt starfsfólk sem ekki hefur tök á því að starfa á hefðbundinni skrifstofu.
  Aukin notkun færanlegs búnaðar getur stofnað upplýsingaöryggi í hættu. Því er nauðsynlegt að verja búnaðinn meðal annars með dulkóðun, lykilorðum og vírusvörnum auk þess að hafa aðgangsstýringu. Upplýsingaöryggi skipulagsheildanna virtist vera í sæmilegu horfi en nauðsynlegt er að gera nokkrar úrbætur. Til dæmis þyrftu að vera til staðar sérstakar verklagsreglur um fjarvinnu og þann búnað sem notaður er, auk þess sem fræðslu og þjálfun starfsmanna á upplýsingaöryggi var ábótavant. Mannlegi þátturinn er talin vera ein stærsta öryggisógnin og því er gríðarlega mikilvægt að upplýsa starfsfólk um það hvernig hægt sé að tryggja upplýsingaöryggi.

 • Útdráttur er á ensku

  The objective of this research was to gain insight into mobile work in Iceland as well as to explore how information security of relevant data and equipment is maintained.
  The research was conducted using qualitative methodology. Gatekeepers were used to approach participants and data was collected and analysed using grounded theory methods. Nine semi-structured, in-depth interviews were conducted, including four mobile workers, three records managers and two supervisors.
  This approach has been generally well received and has become increasingly popular. Mobile workers enjoy flexible hours in their preferred work environments. Those who engage exclusively in mobile work all agreed that they felt they were at work all the time with little or no time off. Mobile work can be beneficial to both organisations and their workers. Employees capable of working anywhere at anytime may improve efficiency but mobile work can also prove troublesome. Mobile workers must exercise self-discipline and should ideally set their working hours. Mobile work enables organisations to employ talented people who are unable to work in a traditional office setting.
  Increased use of mobile devices can jeopardise information security. Equipment must therefore be protected, such as by data encryption, password usage and antivirus software, in addition to the maintenance of access control. The organisations' information safety seemed to be in decent shape, but certain improvements were clearly required. For example, there was a need for specific standard operating procedures involving mobile workers, along with the devices and equipment used. Moreover, employee training and education in information security was lacking. The human factor is generally considered one of the largest security risks, so it is vital that employees be well-informed on how to guarantee information security.

Samþykkt: 
 • 8.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27215


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MIS LOKAÚTGÁFA.pdf1.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing á PDF RENTAPRENT2_VEL-IR-4_3haed_pallur_3720_001.pdf49.24 kBLokaðurYfirlýsingPDF