Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27216
Þessi ritgerð fjallar um langelda í skálum. Talið er að eldurinn sé ein af mikilvægustu uppgötvunum frummannsins og gerði honum kleift að færa sig á norðlægari slóðir. Frá upphafi byggðar á Íslandi og fram á miðaldir voru langeldar meðal helstu hitagjafa sem notaðir voru í húsakynnum Íslendinga. Þegar leið fram á miðaldir hættu Íslendingar að byggja sér skála og tók þá gangnabærinn við sem aðalíveruhús Íslendinga og þar með virðast langeldarnir hverfa. Í ritgerðinni er útskýrt hvað eldstæði og langeldar eru, og hugsanlegar ástæður þess að langeldarnir hurfu úr húsakynnum Íslendinga. Reynt var að bera saman stærð langelda við stærð skálana sem þeir voru í og sjá hvort eitthvert samhengi væri þar á milli. Notast var við allar þær upplýsingar sem var að finna í skýrslum, greinum og bókum um bæjarrannsóknir sem kynnu að nýtast við þá greiningu. Að lokum er rætt um hugsanlegar ástæður þess að ekki er að finna samhengi milli stærðar langelda og skála.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Úr öskunni í eldinn- Ritgerð um langelda í skálum á Íslandi.pdf | 652,99 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
| Svavar yfirlysing.pdf | 22,15 kB | Lokaður | Yfirlýsing |