is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2722

Titill: 
  • Ólafía Einarsdóttir: Frumkvöðull í fornleifafræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjallað er hér um Ólafíu Einarsdóttur, sem var fyrst Íslendinga til að ljúka háskólaprófi í fornleifafræði. Ólafía fæddist 1924 og á unga aldri fór hana að dreyma um að verða fornleifafræðingur. Hún útskrifaðist úr Menntaskóla Reykjavíkur 1944, tók próf í forspjallsvísindum í Háskóla Íslands og hélt þá út til Englands, þar sem hún lærði fornleifafræði og mannfræði við University College of London, meðal annars hjá hinum heimsfræga dr. V. Gordon Childe. Þegar hún útskrifaðist með BA gráðu frá Lundúnaháskóla hélt hún til áframhaldandi náms við Háskólann í Lundi í Svíþjóð en í þetta skiptið með áherslu á norræna menningu. Loks árið 1951 uppfylltist draumur hennar er hún flutti til Íslands og fór að starfa hjá Þjóðminjasafni Íslands. Þar var hún þó aðeins í eitt ár, áður en hún hélt aftur til Svíþjóðar og fékk doktorsgráðu 1964 í sagnfræði. Um leið sagði hún skilið við fornleifafræðina.
    Í ritgerðinni er reynt að greina ástæður fyrir flutningi Ólafíu utan og um leið hvarfi úr fornleifafræði. Eins eru viðhorf til kvenna við fræðastörf í samtíma hennar skoðuð. Til samanburðar því farið yfir stöðu og verk annarra kynsystra hennar sem voru brautryðjendur í greininni í Þýskalandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Margt eiga þær sameiginlegt, t.d varðandi fordóma sem þær urðu fyrir. Það er aðeins nýlega sem þessum brautryðjendum hefur verið veitt einhver athygli. Ljóst er að fyrir Ólafíu var þrautaganga hennar sú sama og annarra samtíða kynsystra hennar í nágrannalöndunum.

Samþykkt: 
  • 19.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2722


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
i_fixed.pdf910.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna