is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27220

Titill: 
  • Nethernaður í stafrænum veruleika: Siðferðileg álitamál stafrænnar hernaðartækni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rými Internetsins er álitið vera frelsandi en jafnframt fjötrandi vettvangur. Netheimurinn gerir manninn nokkuð frjálsan í athöfnum og samskiptum óháð stað og stund. Aftur á móti hafa þjóðríki heims nýtt vettvanginn til nethernaðar en eðli og umfang hans hefur vakið upp siðferðislegar spurningar meðal fræðimanna. Í þessari ritgerð verður skoðað hvort og þá hvernig rými Internetsins losar einstaklinginn undan siðferðisreglum hins efnislega samfélags (afmennskar hann). Í því samhengi verður nethernaður skoðaður og sjónum sérstaklega beint að nethernaði bandaríska hersins. Til stuðnings verða kenningar og hugtök mannfræðinnar notaðar í bland við fræðilega umfjallanir um stafræna fræði sem og afbrotafræði. Fjallað verður um sögulega þróun Internetsins, tilkomu tölvunnar og síðan nettengingu hennar. Einnig verður söguleg þróun stríðs skoðuð út frá mannfræðilegu samhengi og í kjölfarið verða sjónum beint að nethernaði þar sem skoðað verður helst notkun bandaríska hersins á stafrænni tækni í hernaðaraðgerðum og siðferðisleg áhrif þess á hernaðinn sjálfan og heimsbyggðina einnig. Niðurstöður benda til þess að nethernaður losar hermanninn undan reglum siðferðis þar sem hann framandgerir fjarlæg menningarsamfélög, afmennskar og býr til fyrirfram ákveðna hlutgervingu fólksins sem þeim tilheyra.

Samþykkt: 
  • 8.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27220


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð - Berglind Grímsdóttir.pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Berglind 001.jpg57.01 kBLokaðurYfirlýsingJPG