is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27222

Titill: 
  • Áhugi og árangur íslenskra CrossFit iðkenda. Samfélagsleg áhrif á áhuga og árangur á meðal íslenskra CrossFit iðkenda: Eigindleg rannsókn
  • Titill er á ensku The Interest and excellence of Icelandic CrossFit practitioners. Social effects on interest and excellence among Icelandic CrossFit practitioners: A qualitative research
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Vinsældir CrossFit hafa verið mjög áberandi og árangur Íslendinga hefur einnig verið áberandi góður. Tilgangur rannsóknarinnar er að fræðast um hvernig íslenskir iðkendur upplifa sinn veruleika og öðlast skilning á því hvað hvetur þá til áhuga annars vegar og árangurs hins vegar. Vegna yfirburðaárangurs meðal kvenna var tekið sérstakt tillit til stöðu þeirra í rannsókninni. Stuðst var við virknikenningar Emile Durkheim og Robert K. Merton um myndun og virkni samfélaga til að skilja félagslegan veruleika CrossFit iðkenda. Framkvæmd var eigindleg rannsókn sem byggðist opnum viðtölum við fjóra CrossFit iðkendur bæði á áhuga- og atvinnumannastigi. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að sterk félagsleg tengsl séu milli iðkenda sem mynda mikla samheldni innan CrossFit samfélagsins. Iðkendur upplifa mikið frelsi í gegnum fjölbreytni en það framkallar og viðheldur áhuga þeirra sem seinna meir þróast í árangur. Viðmið og gildi sem þegnum samfélagsins eru kennd framkalla öfluga samþættingu á meðal iðkenda. Smæð Íslands gerir það að verkum að auðvelt er að halda utan um samfélagið sem styrkir félagsleg tengsl. Menning Íslands veitir iðkendum einnig ákveðið forskot þar sem jafnrétti kynjanna er meira en mælist annars staðar, konur upplifa því meira frelsi til íþróttaiðkunar og minni fordóma í garð sterklegrar líkamsbyggingar sinnar.

Samþykkt: 
  • 8.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27222


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dadi.Danielsson_Ahugi.og.arangur.islenskra.CF.idkenda_BA_2017.pdf901.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Dadi.Danielsson_Yfirlysing.um.medferd.verkefnis.pdf11.6 MBLokaðurYfirlýsingPDF