is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27229

Titill: 
  • "Sál mín var dvergur á dansstað í gær": Um viðhorf til ástar, lífs og dauða í ljóðum Steinunnar Sigurðardóttur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um ljóð Steinunnar Sigurðardóttur og þá þróun sem verður á viðhorfum til ástar, lífs og dauða gegnum feril hennar. Ljóðabækur hennar átta verða skoðaðar, en sú fyrsta, Sífellur, kom út árið 1969 og sú nýjasta, Af ljóði ertu komin,
    árið 2016. Ferillinn spannar þannig 47 ár. Þá er vísað í skrif bókmenntafræðinga um verk hennar og umfjallanir um þau fræðihugtök sem tengjast þeim, auk viðtala við Steinunni sjálfa. Ritgerðinni er skipt í fjóra hluta auk inngangs og lokaorða. Í fyrsta kafla er fjallað um tímann í ljóðum Steinunnar. Í öðrum kafla er náttúran tekin til
    umfjöllunar og þær andstæður sem hún felur í sér; síbreytileg náttúran endurspeglarsveiflur í sjálfsmynd ljóðmælanda en um leið er hún griðastaður í ys og þys hversdagsins. Þriðji kaflinn skiptist í fjóra undirkafla. Í þeim fyrsta er fjallað er gleði og sorg í ljóðum Steinunnar, húmor og íróníu eru gerð skil, þá er fjallað um samband
    nostalgíu og íróníu í kveðskapnum og loks er skoðað hvernig sorgin og eftirsjáin lita ljóðin samhliða lífsreynslu skáldsins. Fjórði og síðasti kaflinn fjallar um nýjustu ljóðabók Steinunnar, Af ljóði ertu komin og þau lífsviðhorf sem sjá má þar. Í upphafi ferilsins bera ljóð Steinunnar merki um tregafullt viðhorf ungskálds til lífsins en eftir
    því sem líður á ferilinn verða írónía og húmor sífellt meira áberandi í ljóðum hennar. Seinna hverfur Steinunn aftur til tregans og sorgarinnar, en á íhugulan og þroskaðan hátt, í kjölfar þess lærdóms sem lífið hefur fært henni.

Samþykkt: 
  • 8.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27229


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-JKH-lokaskil.pdf338.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Jóna-yfirlýsing.pdf315.8 kBLokaðurYfirlýsingPDF