is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27231

Titill: 
  • Orðaforði tvítyngdra barna: Er munur á umfangi orðaforða eintyngdra og tvítyngdra barna raunverulega til staðar?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að skoða umfang orðaforða tvítyngdra barna þar sem orðaforði eintyngdra barna er hafður til samanburðar. Í ritgerðinni verða jafnframt ræddar mismunandi skilgreiningar á tvítyngi og gerð grein fyrir tveimur mismunandi birtingamyndum þess, þ.e. annars vegar samhliða tvítyngi (e. simultaneous bilingualism) og hins vegar máltöku viðbótarmáls (e. successive bilingualism). Máltaka barna verður annars vegar skoðuð út frá eintyngdri máltöku og hins vegar út frá tvítyngdri máltöku. Enn þann dag í dag halda margir því fram að tvítyngi geti haft neikvæð áhrif á máltöku barna. Rannsóknir sem bera saman orðaforða eintyngdra- og tvítyngdra barna benda flestar til að tvítyngd börn séu seinni til máls sem hefur styrkt neikvæðar hugmyndir manna um tvítyngi og leitt til þess að tvítyngi er oft á tíðum ranglega tengt við málþroskaraskanir. Auk þess er því iðulega haldið fram að tvítyngd börn búi að fábrotnari orðaforða en eintyngd börn á sama aldri. Mikilvægi rannsókna á tvítyngi kristallast í þessu hugarfari. Með mikilvægi aukinna rannsókna á tvítyngi í huga verður orðaforðaprófið PPVT-4 lagt fyrir átta ára samhliða tvítyngda stelpu sem á íslensku og litháensku að móðurmáli og niðurstöður þeirrar könnunar bornar saman við fyrirliggjandi rannsóknarniðurstöður á tvítyngdum og eintyngdum íslenskum börnum. Niðurstöður könnunarinnar eru í samræmi við þær rannsóknarniðurstöður sem lagðar eru til grundvallar í ritgerðinni, þ.e. að tvítyngd börn séu lengur að byggja sér upp orðaforða en eintyngd börn auk þess sem þau búi yfir minni orðaforða í þeim aldurshópum sem voru til skoðunar.

Samþykkt: 
  • 9.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27231


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Alger lokaskil.pdf642.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf301.58 kBLokaðurYfirlýsingPDF