is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27243

Titill: 
 • Kostnaðarvirkni ónæmismeðferðar við langt gengnum sortuæxlum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Á undanförnum árum hafa orðið gífurlegar framfarir í lyfjameðferð hinna ýmsu sjúkdóma. Má þar nefna ónæmismeðferð sem miklar vonir eru bundnar við í krabbameinslækningum. Ónæmismeðferð virðist gefa góða raun í meðhöndlun á langt gengnum sortuæxlum miðað við hefðbundna krabbameinslyfjameðferð þar sem takmarkaður árangur hefur náðst. Ljóst er að þróun nýrra lyfjameðferða fylgir mikill kostnaður sem leiðir til aukinna útgjalda í heilbrigðiskerfinu. Kostnaðarvirknigreining getur komið að gagni við forgangsröðun á takmörkuðum fjármunum sem fara til heilbrigðismála.
  Markmið þessarar ritgerðar er að meta kostnaðarvirkni ónæmismeðferðar við langt gengnum sortuæxlum samanborið við hefðbundna krabbameinslyfjameðferð. Stuðst er við klíníska rannsókn þar sem borin eru saman lyfin Nivolumab og Dacarbazine. Notað er Markov líkan með þremur heilsuástöndum og miðað við þriggja ára meðferðarlengd. Kostnaður er skoðaður út frá sýn heilbrigðisyfirvalda og 3% afvöxtun notuð. Notast er við íslenskar kostnaðartölur sem fengust frá Hagdeild Landspítala, Sjúkratryggingum Íslands og Lyfjagreiðslunefnd. Til að meta ávinning meðferðar eru notuð gæðaár (QALY). Næmisgreining var gerð á meðferðarlengd Nivolumab, afvöxtunarprósentu, uppsöfnuðum gæðaárum og innkaupaverði beggja lyfja.
  Niðurstöður kostnaðarvirknigreiningarinnar sýna að umfram kostnaður ónæmismeðferðar yfir þriggja ára tímabil er um 10,7 milljónir íslenskra króna og umfram gæðaár eru 0,9. Stigvaxandi kostnaðarvirknihlutfall (ICER) er rúmlega 12,3 milljónir króna. Samkvæmt næmisgreiningum virðist breyting á innkaupsverði Nivolumab og uppsöfnuðum gæðaárum hafa mest áhrif á niðurstöðurnar.
  Engin kostnaðarviðmið hafa verið gefin út hér á landi. Samkvæmt þessum niðurstöðum virðist þó ónæmismeðferð við langt gengnum sortuæxlum vera kostnaðarhagkvæm ef miðað er við kostnaðarviðmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) en ekki ef miðað er við viðmið NICE (National Institute for Health and Care Excellence).

Samþykkt: 
 • 9.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27243


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
YfirlýsingSkemma.pdf424.5 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Nivolumab%20MS.pdf1.61 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna