is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27244

Titill: 
  • Samtal er sorgar læknir. Leiðirnar til betra lífs.
  • Titill er á ensku Conversing is every man´s cure. The ways to better life
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Greinagerð þessi: Samtal er sorgar læknir. Leiðirnar til betra lífs er 30 eininga lokaverkefni mitt í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Verkefnið byggir á 43 kvikum myndum sem teknar eru upp á snjallsíma og 67 litskyggnum sem sýna hugmynd að vefsíðu sem tengist efninu. Verkefnið felur í sér athugun á sjálfri mér síðustu árin og þær leiðir sem ég hef farið til að ná betri líðan eftir röð áfalla.
    Ég mun gera grein fyrir efninu á persónulegan hátt í formi minnisbókar á vef sem er í smíðum, þar sem ég tvinna saman hugleiðingar mínar, viðtöl við sérfræðinga og upptökur sem valdir einstaklingar hafa sent mér. Í ferlinu hélt ég minnisbækur á textaformi og með því að taka upp kvikar hugleiðingar á snjallsíma. Þá auglýsti ég eftir fólki sem var tilbúið að segja mér reynslusögur af sjálfu sér og miðla þeim sögum með notkun á snjallsíma með það að markmiði að leyfa öðrum að spegla sig í þeirra sögum. Að auki tók ég viðtöl við sérfræðinga til að fræðast frekar um það efni sem mér var hugleikið.
    Ég sýni fram á mikilvægi þess að staldra við og líta yfir farinn veg, skrásetja hjá sér það sem er gott og slæmt fyrir líkamlega og andlega heilsu og hvernig mismunandi samskipti og hugsun getur haft áhrif á fólk.
    Ég mun koma með hugmyndir að því hvernig vefur með slíku efni gæti litið út og þar mun ég kynna þær leiðir nánar sem ég hef farið til að ná áttum eftir erfiða reynslu í þeirri von að öðlast betra líf og fyrir aðra til þess að fræðast. Auk þess er þetta hugmynd að vef þar sem sem fólk getur deilt persónulegum sögum sínum.
    Með þetta í huga ákvað ég að kynna mér frekar aðferðir stafrænna sagna (E: Digital Storytelling, hér eftir nefnt DST). Einnig kanna ég hvernig áhrif samræðunnar getur haft heilandi áhrif á fólk.
    Þótt verkefnið sé mjög persónulegt ættu margir að geta speglað sig og sína sögu í því. Markmiðið er einmitt að hjálpa öðrum til þess að taka næsta skref og setja sér markmið í lífinu.

Samþykkt: 
  • 9.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27244


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áslaug Tóka-PRENT copy.pdf11.98 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing.pdf220.98 kBLokaðurYfirlýsingPDF