is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27245

Titill: 
  • Hin lata fitubolla, sem skortir alla sjálfstjórn. Um viðhorf til offitu og heilbrigðis í vestrænum samfélögum.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður leitast við að svara því hvort það sé í raun og veru nauðsynlegt að vera gönn/grannur til að vera heilbrigður. Við fáum sífellt fréttir af því að í heiminum ríki „offitufaraldur“. Þá sé þyngd vestrænna þjóða á hraðri uppleið og að heilbrigði sé þar af leiðandi á mikilli niðurleið. Á Vesturlöndum í dag er staðalímynd hins heilbrigða og hrausta líkama, grannur líkami. Hér verður fjallað um viðhorf til ofþyngdar og offitu í vestrænum samfélögum samtímans. Litið verður til þeirrar orðræðu sem á sér stað um offitu og afleiðingar hennar skoðaðar. Þar á meðal verður fjallað um líkamsímynd, áhrif offitu orðræðunnar á líkamsímynd og hvaða áhrif fjölmiðlar hafa á þessi málefni. Ritgerðin byggir á heimildaöflun, þar sem leitað var í greinar og bækur sem tengjast viðfangsefninu og það nálgast með mannfræðilegu sjónarhorni og kenningarlegri nálgun hennar á líkamann og tengsl líkamans, menningar og samfélaga. Niðurstaðan er sú að of mikil áhersla er lögð á þyngdartap á kostnað þeirrar áherslu sem mætti vera á heilbrigði. Að stöðugt hvetja fólk til að grenna sig í nafni heilbrigðis getur leitt til meiri skaðsemi en góðs.

  • Útdráttur er á ensku

    This essay seeks to answer the question if it is necessary to be thin in order to be healthy. We constantly hear that we are facing an obesity epidemic. That people in the western societies are getting heavier, and the consequence is that health is rapidly getting worse. In western countries the ideal image of a healthy and fit body is a thin body. The aspect towards overweight and obesity in western society today will be discussed here, as well as the discourse about obesity and the consequences of this discourse. In addition, there will be discussion about body image and the effect that the obesity epidemic discourse and media has on body image. This essay is based on literature review, and information sought in articles and books that are related to the topic. The subject was approached with an anthropological view and a theoretical approach on the body, and the association between the body, culture and societies. The conclusion is that there is too much emphasis on weight loss and too little on health. To constantly urge individuals to lose weight in the name of health can cause more harm than good.

Samþykkt: 
  • 9.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27245


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tanía Björk Gísladóttir - lokaskjal PDF .pdf528.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing - Tanía Björk.pdf432.66 kBLokaðurYfirlýsingPDF