is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27250

Titill: 
  • Hefur enskt barnaefni í snjalltækjum áhrif á enskukunnáttu íslenskra barna?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram til BA-prófs í íslensku á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Umfjöllunarefni ritgerðarinnar eru áhrif ensku á málkunnáttu íslenskra barna. Sérstaklega er fjallað um ensk áhrif í tengslum við aukna snjalltækjanotkun íslenskra barna. Mögulegar ástæður enskuaukningar í íslensku samfélagi eru ræddar og snjalltækjavæðingin skoðuð. Skilgreind eru hugtök eins og tvítyngi, annað mál og erlent mál og þau tengd við niðurstöður rannsóknarinnar.
    Rannsókn var gerð á þremur börnum á mismunandi aldri. Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif ensks barnaefnis í snjalltækjum á enskukunnáttu íslenskra barna. Yngsta barnið var drengur sem var tveggja og hálfs árs, barnið í miðjunni var stúlka sem var nýorðin fjögurra ára og elstur var sex ára drengur. Tilgangurinn með að prófa börn á mismunandi aldri var sá að sjá hvenær börn fara að greina á milli íslensku og ensku í barnaefni. Rannsóknin var framkvæmd þannig að börnunum voru sýndir teiknimyndaþættir á íslensku og ensku og fylgst með enskukunnáttu þeirra og hvort þau áttuðu sig á muninum á tungumálunum. Til þess að kanna enskan orðaforða þeirra enn frekar voru börnunum einnig sýndar myndir og þau spurð hvort þau þekktu ensku orðin yfir hlutina á myndunum.
    Helstu niðurstöður þessarar litlu rannsóknar eru þær að elsta barnið hafði mesta enskukunnáttu og virtist geta greint á milli íslensku og ensku í barnaefni. Einnig virðast niðurstöður könnunarinnar benda til að aðgengi barna að snjalltækjum skipti miklu máli fyrir enskukunnáttu þeirra þar sem viðmót og veitur eru að mestu leyti á ensku. Því meira aðgengi sem börn hafa að erlendu barnaefni í snjalltækjum því meiri virðist enskukunnátta þeirra vera.

Samþykkt: 
  • 9.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27250


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hefur enskt barnaefni í snjalltækjum áhrif á enskukunnáttu íslenskra barna.pdf791.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing pdf.pdf637.82 kBLokaðurYfirlýsingPDF