is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27255

Titill: 
  • Samfélagsmiðlar og mótmæli: Hvernig nýtast samfélagsmiðlar til mótmæla?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginþema ritgerðarinnar er að skoða hlutverk samfélagsmiðla til mótmæla. Samfélagsmiðlar eru forrit á internetinu þar sem fólk getur haft samskipti og skapað samfélög. Mikill fjöldi einstaklinga um heim allan nota samfélagsmiðla á borð við Facebook, Twitter, Tumblr, YouTube og Instagram. Hér verður fjallað um hvernig þessir miðlar hafa nýst í mótmælum síðastliðin ár. Notuð verður kenning J.D. McCarthy og Mayer Zald um virkjun bjargráða til þess að skilja hvernig samfélagsmiðlar eiga þátt í því að virkja einstaklinga til aðgerða. Búsáhaldabyltingin á Íslandi 2009, Arabíska vorið í Túnis og Egyptalandi 2011 og Occupy Wall Street 2011 eru þau mótmæli og hreyfingar sem skoðuð verða. Þá verður tilvik Bosníu og Hersegóvínu einnig skoðað en þar tókst ekki að virkja einstklinga til mótmæla þrátt fyrir virkjun á samfélagsmiðlum. Því næst verða mótmælin í kjölfar opinberunar á Panamaskjölunum skoðuð með tilliti til kenningarinnar og fyrri mótmæli. Skoðuð verða gögn af Facebook, Twitter og frá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands um þátttöku í mótmælunum. Niðurstöður benda til þess að samfélagsmiðlar eiga stóran þátt í skipulagninu mótmæla og útbreiðslu upplýsinga. Notkun samfélagsmiðla leiðir þó ekki sjálfkrafa til mótmæla heldur er um að ræða samspil notkun samfélagsmiðla og aðstæðna í raunheimum.

Samþykkt: 
  • 9.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27255


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf774,65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - Skemman.pdf238,21 kBLokaðurYfirlýsingPDF