Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27259
Tækninni hefur fleygt fram á undanförnum árum og áratugum. Sennilega er engin manneskja á þessari jarðarkringlu ósnortinn þeirri þróun. Að sama skapi hefur tækninotkun í þekkingarstjórnun aukist mikið. Fyrst um sinn í formi einfaldra viðskiptagreindakerfa sem keyrðu á einföldum skýrslugerðahugbúnaði. Forritin lásu fyrirframgreind gögn og birtu upplýsingar, oft á myndrænu formi. Þessar upplýsingar voru síðan teknar, metnar og oft á tíðum ákvarðanir byggðar á þeim mynstrum sem notandi sá. Tækniþróunin heldur áfram, í dag getum við sagt að kominn sé næsta útgáfa viðskiptagreindar sem mötuð er gögnum og hugbúnaður sjálfur sér munstur í gögnum og birti notandanum. Þessi rannsókn spyr því spurningarinnar, er eitthvað sem stoppar okkur í að leyfa sjálfstæða ákvarðanatöku hugbúnaðarins, er óþarfi að mannlegur breyskleiki vasist í ákvörðunartökunni?
Markmið rannsóknarinnar er því að komast að hver upplifun íslenskra stjórnenda er af þróun viðskiptagreindar og sjá hversu meðvituð íslenskt viðskiptaumhverfi eru fyrir þeirri þróun sem á sér stað varðandi greiningu gagna. Eru fyrirtæki í meira mæli að taka ákvarðanir byggðar á innsæi eða tölulegum staðreyndum.
Niðurstaða þessa verkefnis er að stjórnendur sjá greinilega mikla mögulega í þróun tækni, bæði til sparnaðar í rekstri en ekki síst til að auka samkeppnisstöðu sína. Almennt fannst viðmælendum fyrirtæki vera kominn ótrúlega stutt í notkun gagnadrifinnar ákvörðunartöku. Viðmælendum fannst hugbúnaður geta komið í stað manneskju í mörgum tilvikum en við værum bara ekki komin þangað að geta treyst gögnunum sem hugbúnaðurinn notar sem forsendu réttra ákvörðunar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Notkun tækni í þekkingarstjórnun - Lokaskil.pdf | 644,15 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
skemma.pdf | 674,73 kB | Lokaður | Yfirlýsing |