is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27260

Titill: 
  • Fæðingarþunglyndi: Umfjöllun um sálræna og félagslega áhættuþætti og hindranir við hjálparleit
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni ritgerðarinnar er að skoða áhættuþætti fæðingarþunglyndis þar sem lögð er áhersla á sálræna og félagslega áhættuþætti. Fjallað er um þær hindranir sem geta gert það að verkum að sumar konur leita sér ekki hjálpar við fæðingarþunglyndi. Enn fremur er skoðað starf félagsráðgjafa og hvernig þeir geta lagt sitt af mörkum er kemur að fæðingarþunglyndi kvenna.
    Meðganga og fæðing barns er almennt álitinn tími gleði og lífsfyllingar. Hins vegar getur sá tími haft í för með sér ýmsar breytingar sem geta aukið líkurnar á þróun fæðingarþunglyndis. Fæðingarþunglyndi er heilbrigðisvandamál sem getur haft neikvæð áhrif á móður, ungabarn og alla fjölskylduna. Helstu sálrænu og félagslegu áhættuþættir fæðingarþunglyndis eru ýmis persónueinkenni, eins og truflandi hugsunarháttur, hugsýkiseinkenni, lágt sjálfsálit, vantrú á eigin getu og fullkomnunarárátta. Skortur á félagslegum stuðningi hefur reynst vera einn af sterkustu áhættuþáttum fæðingarþunglyndis. Streituvaldandi atburðir í lífinu, erfiðleikar í nánum samböndum og þættir tengdir bágri félagslegri og fjárhagslegri stöðu hafa einnig áhrif á þróun fæðingarþunglyndis kvenna. Helstu hindranir þess að konur leiti sér hjálpar eru ákveðnar hugmyndir kvenna um móðurhlutverkið, skortur á þekkingu þeirra um fæðingarþunglyndi, skömm og stimplun sem þær telja sig upplifa frá samfélaginu ásamt hindrunum tengdum heilbrigðisstarfsfólki. Félagsráðgjafar geta gegnt mikilvægu hlutverki þegar kemur að stuðningi til þeirra kvenna sem glíma við fæðingarþunglyndi. Þeir geta veitt uppbyggjandi fræðslu til kvenna og aðstandenda þeirra. Þeir búa yfir ákveðinni færni til að framkvæma skimun, mat og inngrip. Hlutverk félagsráðgjafa er einnig þátttaka í rannsóknarvinnu að ýmsum viðfangefnum. Þá má nefna að helstu niðurstöður sýna að meðgönguþunglyndi eða fyrri saga af þynglyndi eru meðal stærstu áhættuþátta fæðingarþunglyndis ásamt skorti á félagslegum stuðningi.

Samþykkt: 
  • 9.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27260


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FRG261L_ÁsaMargrétJóhannesdóttir.pdf444.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf473.25 kBLokaðurYfirlýsingPDF