is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27261

Titill: 
  • Draumur án skilyrða. Viðhorf til meiðsla og þess að spila meiddur í fótbolta á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Svo virðist sem að ákveðin viðmið og gildi ríki innan íþrótta um ímynd íþróttamannsins. Ákefð íþróttanna hefur breyst töluvert, þar á meðal í knattspyrnu. Mikilvægt er að skilja hvers vegna knattspyrnumenn samþykkja áhættu og kostnað þess að spila þrátt fyrir meiðsli í ljósi þeirrar miklu líkamlegu áhættu sem þeir leggja á sig. Sú hugmynd ríkir að íþróttamenningin ýti undir lítillækkun meiðsla í gegnum félagslegar staðreyndir en það á sér meðal annars stað í gegnum þjálfara, stjórnendur, liðsfélaga og fjölmiðla. Rannsókn þessi fjallar um viðhorf til meiðsla í knattspyrnu á Íslandi. Markmið hennar er að komast að því hvernig viðhorf til meiðsla sé á meðal knattspyrnufólks, ásamt því að skoða hvort kyn og deild sem spilað er í hafi þar einhver áhrif. Tekin voru tíu viðtöl við knattspyrnumenn tveggja deilda á Íslandi. Tekin voru viðtöl við leikmenn í efstu deild karla og kvenna, 1. deild kvenna og 2. deild karla. Þátttakendur voru fimm stelpur og fimm strákar.
    Niðurstöður sýndu að munur er á viðhorfum til álagsmeiðsla og stærri meiðsla. Litið er á álagsmeiðsli sem eðlilegan part fótboltans og flestir eru tilbúnir að spila þrátt fyrir álagsmeiðsli. Þá upplifðu leikmenn pressu um að spila eða vera komnir sem fyrst til baka en þessi pressa fór eftir mikilvægi leikmanna og tímasetningu meiðsla. Munur var á upplifun pressu eftir kyni. Þá spilaði viðhorf þjálfara, ábyrgðartilfinning leikmanna og skilningur á meiðslum mikilvægt hlutverk í ákvörðun leikmanna um að spila.

Samþykkt: 
  • 9.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27261


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Draumur án skilyrða -SiljaR.pdf869.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing f. skemmu.pdf115.17 kBLokaðurYfirlýsingPDF