Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27266
Í þessari ritgerð er fjallað um hagfræðikenningar um mismunun á vinnumarkaði og það hvernig hagrænir hvatar eru að verki sem útskýra kynbundinn launamun. Þá er lítillega fjallað um kenningar úr fleiri fræðigreinum - líffræði, sagnfræði og sálfræði, sem tengjast umfjöllunarefninu og styrkja niðurstöður hagfræðinnar. Samræmi eða ósamræmi á milli skýringa kenninga hagfræði og kenninga femínisma á launamun kynjanna er dregið fram í dagsljósið. Gerð er grein fyrir tengslum hefðbundinnar verkaskiptingar í hjónabandi og kynbundins launamunar. Einnig er gerð grein fyrir því hvernig hagrænir hvatar vegna kynbundinna hlutfallslegra yfirburða eru að verki í hjónabandinu. Mikilvægi mæðrahlutverksins fyrir myndun mannauðs barna er tíundað, en einnig hvernig mæðrahlutverkið lækkar mannauð móðurinnar og atvinnutekjur og eykur þannig launamun kynjanna. Mikilvægi gildismats eða félagsmótunar fyrir náms- og starfsval kynjanna er reifað og fjallað er bæði um mögulega hagkvæmni sem og óhagkvæmni kynjaskipts vinnumarkaðar með tilliti til áhrifa á kynbundinn launamun. Mismunur á vinnumarkaðslegum viðhorfum og hegðun kynjanna er skoðaður og grein er gerð fyrir compensating differential kenningunni og atvinnutengdum sjúkdómum og dauðsföllum sem fylgja karlastarfsgreinum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ný yfirlýsing.pdf | 375.33 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
gbb.lokautgafaxyz.pdf | 458.91 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |