is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27268

Titill: 
 • Þátttaka barna á sveitarstjórnarstigi í málefnum sem þau varða: Rannsókn á ungmennaráðum á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við innleiðingu 12. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Rannsóknin fjallar um þátttöku barna og áhrif þeirra á málefni sem þau varða, með áherslu á 12. gr. Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Greinin fjallar um rétt barna til að tjá sig um málefni sem þau varða og að réttmætt tillit sé tekið til þeirra skoðana. Ungmennaráð verða notuð sem vettvangur til að skoða þátttöku barna á sveitarstjórnarstigi.
  Markmið rannsóknarinnar er tvíþætt, annarsvegar að kanna hvernig þátttaka barna í sveitarfélögum er í gegnum ungmennaráð og hinsvegar að skoða hvernig sveitarfélög standa að innleiðingu sáttmálans þegar kemur að 12. gr. um leið og þörf þeirra fyrir stuðning vegna innleiðingar sáttmálans er greind.
  Við rannsóknina var notuð eigindleg aðferðafræði. Tekin voru viðtöl við starfsmenn og ungmenni í sex ungmennaráðum á höfuðborgarsvæðinu og með því skoðuð þátttaka barna í sveitarfélögunum staðsettum á höfuðborgarsvæðinu. Að auki voru notuð opinber gögn, bækur og tímarit. Áhersla var lögð á að tengja niðurstöður viðtalanna við kenningar um þátttökustiga og greiningu barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna á innleiðingu 12. gr. sáttmálans.
  Rannsóknin sýnir að ungmennaráð skipa mikilvægan sess þegar kemur að innleiðingu 12. gr. Barnasáttmálans. Nokkur atriði verða þó að vera til staðar svo að ráðið geti talist uppfylla ákvæðið. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að full þörf sé á að bjóða upp á aðstoð fyrir sveitarfélög þegar kemur að innleiðingu 12. gr. Barnasáttmálans.

Samþykkt: 
 • 9.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27268


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna Sigurjónsdóttir_Þátttaka barna á sveitarstjórnarstigi og í málefnum sem þau varða.pdf1.71 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Anna Sigurjónsdóttir.pdf357.63 kBLokaðurYfirlýsingPDF