is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27270

Titill: 
  • Kostun á fæðubótarefnamarkaði. Hefur aðkoma kostaðra íþróttamanna áhrif á fæðubótarefnakaup íslenskra neytenda?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Kostun íþróttafólks hefur tíðkast lengi vel og ættu langflestir að hafa einhvern tímann tekið eftir auglýsingum þar sem íþróttafólk kemur fram eða séð auglýsingar á búningum þeirra.
    Markmið þessarar rannsóknarritgerðar var að rannsaka kauphegðun Íslendinga á fæðubótarefnamarkaðinum. Sett var fram rannsóknarspurningin „Hefur aðkoma kostaðra íþróttamanna áhrif á fæðubótarefnakaup íslenskra neytenda?“ og ætlunin var að komast að því hvort að það hafi áhrif á fæðubótarefnakaup íslenskra neytenda ef íþróttamenn eru kostaðir af fæðubótarefnavörumerkjum eða verslunum og mæla með þeim á opinberum vettvangi.
    Framkvæmd var megindleg rannsókn í formi spurningalista sem hannaður var í samvinnu við leiðbeinanda og hann settur var fram á vefsíðunni Questionpro.com. Honum var því næst deilt á Facebook. Því er um þægindaúrtak að ræða og niðurstöður takmarkast við það. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að íslenskir neytendur telja sig líklegri til þess að kaupa fæðubótarefni eftir að íþróttamaður mælir með þeim. Þeim þykja íþróttamenn fremur trúverðugir aðilar til að mæla með fæðubótarefnum. Þrátt fyrir það þykja neytendum meðmæli íþróttamanna ekki mjög mikilvægur þáttur þegar kemur að því að versla sér fæðubótarefni. Einnig þó svo að neytendur segist vera líklegri til að versla efnin eftir meðmæli frá íþróttamanni virðist eitthvað vera að hindra það að þeir klári ferlið og kaupi sér vörurnar þar sem innan við helmingur aðspurðra fara virkilega og kaupa sér fæðubótarefni eftir að hafa heyrt íþróttamann mæla með þeim. Því þykir tilefni til frekari rannsókna á þessu sviði.

Samþykkt: 
  • 9.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27270


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rannsókn á kauphegðun á fæðubótaefnamarkaði-Ásdís Bjarkadóttir - lokaskjal.pdf766.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
kostun á fæðubótarefnamarkaði.jpeg275.42 kBLokaðurYfirlýsinginJPG