en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/27274

Title: 
  • Title is in Icelandic Bankaþjónusta á Íslandi: Framtíð útibúa
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Flestir hafa tekið eftir því að bankaþjónusta á Íslandi hefur breyst síðustu ár. Útibúum banka hefur fækkað ásamt því að sífellt fleiri sjálfafgreiðsluleiðir eru í boði, svo sem netbankar, bankasmáforrit og innlagnarhraðbankar. Allt bendir þetta til þess að einn daginn verði engin bankaútibú eftir. En er það raunin? Til þess að skoða hver framtíð útibúa er og hvort þörf er fyrir útibú voru skoðaðar fyrri rannsóknir, sem framkvæmdar voru í Bandaríkjunum, ásamt því að gerð var megindleg könnun. Í könnuninni var markmiðið að skoða hvort Íslendingar væru að mæta í útibú bankanna og að kanna hvernig nýtingin á sjálfsafgreiðsluleiðum bankanna væri. Þátttakendur könnuninnar voru samtals 594, konur og karlar á öllum aldri. Niðurstöður könnunarinnar leiddu í ljós að meirihluti þátttakenda fer helst í útibú til að kaupa gjaldkeyri, vilja þar fyrir utan sjá um bankaviðskipti sín í gegnum netið eða snjalltæki en samt hafa möguleikann á því að fara í útibú fyrir persónulega þjónustu og ráðgjöf. Til þess að fá betri innsýn í þær breytingar sem hafa átt sér stað í útibúum Íslandsbanka voru einnig tekin viðtöl við tvo starfsmenn Íslandsbanka, sem lýstu þeim sameiningum sem Íslandsbanki hefur farið í gegnum á síðustu árum auk þess að útskýra hverju þarf að huga að í slíkum breytingum. Úr viðtölunum má lesa að tækniþróun og auknar kröfur viðskiptavina leiða þessar breytingar sem eiga sér stað í bankaþjónustu á Íslandi.

Accepted: 
  • May 9, 2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27274


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Bankaþjónusta á Íslandi - Framtíð útibúa.pdf925.4 kBLocked Until...2137/12/31HeildartextiPDF
Yfirlýsing Hildur Sigþórs.pdf69.36 kBLockedYfirlýsingPDF