is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27275

Titill: 
  • Hver eru viðhorfin? Stjúpfjölskyldur og menningarmunur.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.A.-prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Viðfangsefni hennar er að kanna viðhorf fólks til stjúpfjölskyldna eftir menningarheimum. Niðurstöður rannsókna sýna að menning hefur áhrif á viðhorf til stjúpfjölskyldna þar sem hefðir, viðmið og gildi ákveðinna samfélagshópa móta og hafa áhrif á einstaklinginn. Einnig virðast aðrir þættir spila þar stórt hlutverk, svo sem skilnaðartíðni, stjúpblinda og staðalmyndir. Skilnaðartíðni hefur hækkað og eru viðhorf til skilnaða víða að breytast, þeim fylgir breytt fjölskylduform og myndast margar stjúpfjölskyldur út frá þeim. Í mörgum samfélögum hefur stjúpblinda ráðið ríkjum þar sem stjúptengsl hafa verið nánast ósýnileg, eins og á Íslandi þar sem Hagstofa Íslands notast ekki við hugtakið stjúpfjölskylda á vef sínum. Stjúpfjölskyldur verða fyrir fordómum vegna staðalmynda sem verða til út frá menningarhefðum, ævintýrum og sögum. Þessar staðalmyndir móta viðhorf einstaklinga til stjúpfjölskyldna og hafa þær verið neikvæðar, eins og sjá má í flestum ævintýrum eins og Öskubusku eða Hans og Grétu þar sem vonda stjúpan er meðal persóna. Ekki eru til margar rannsóknir né fræðilegar greinar varðandi viðfangsefni ritgerðarinnar, en þær fáu sem til eru sýna að ólík viðhorf fólks fara eftir menningarhefðum, viðmiðum og gildum samfélagsins. Fjölgun innflytjenda, bæði á Íslandi og annars staðar, sýnir að flest samfélög eru að verða að fjölmenningarsamfélögum og því er mikilvægt að auka þekkingu og skilnings fólks á efninu.

Samþykkt: 
  • 9.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27275


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal B.a.-ritgerðpdf.pdf709.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf41.87 kBLokaðurYfirlýsingPDF