is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27279

Titill: 
  • ,,Við fengum strákana en misstum stelpuna“ Krapaflóðin á Patreksfirði 1983
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar eru tvö krapaflóð sem féllu með skömmu millibili á Patreksfirði laugardaginn 22. janúar 1983. Á sama tíma og flestir bæjarbúar voru að hafa sig til fyrir þorrablót sem átti að fara fram um kvöldið. Í viðleitni til að skilja hvað gerist þegar slíkar náttúruhamfarir falla á íbúðabyggð með þeim afleiðingum að fjórar manneskjur látast og 33 verða heimilislausar verður kafað djúpt ofan í líf fjölskyldu Vigdísar Helgadóttur. Í þeirri frásögn lýsir hún því þegar flóðið fór í gegnum heimili hennar með þeim afleiðingum ung dóttir hennar lést. Einnig gefur hún innsýn í hvernig líf fólks breytist við slíka lífsreynslu og hvaða atburðarás tekur við næstu daga, vikur, mánuði, ár og áratugi þegar slíkan atburð ber að garði.
    Til að skilja atburðarásina betur gefa nítján aðrir íbúar innsýn í hvað gerðist þennan dag. Fjórir þeirra voru líkt og Vigdís á heimilum sínum þegar fyrra flóðið skall á húsum þeirra með þeim afleiðingu að þau stórskemmdust eða gjöreyðilögðust. Aðrir sem rætt er við tóku þátt í björgunaraðgerðum með ýmsum hætti og þurftu jafnvel að grafa upp nána ættingja úr húsarústum. Líf flestra þessara einstaklinga breytist með einhverjum hætti þennan dag og er það meðal annars til umfjöllunar í þessari rannsókn.
    Í niðurstöðum kemur meðal annars fram að þrátt fyrir þennan alvarlega atburð, sem snerti líf svo marga, hafa engar varnir verið settar upp þar sem skaðinn var mestur til að fyrirbyggja að slíkt endurtaki sig aftur.

Samþykkt: 
  • 9.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27279


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Við fengum strákana en misstum stelpuna-lokaútgáfa.pdf1.61 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokav..pdf278.62 kBLokaðurYfirlýsingPDF