is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27280

Titill: 
  • Reynsla og upplifun íslenskra útsendra starfsmanna í fjarlægum löndum: Það er stutt á milli hláturs og gráturs.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar ritgerðar er að skoða reynslu og upplifun íslenskra útsendra starfsmanna í fjarlægum löndum af aðlögun ásamt því að skoða hvort fyrri reynsla þeirra af því að búa erlendis, ef einhver er, hafi haft áhrif á aðlögun þeirra í núverandi landi. Þá er einnig velt vöngum yfir þeirra eigin undirbúningi og þeim undirbúningi sem vinnuveitendur þeirra buðu upp á áður en að flutningum kom. Einnig er skoðað hvort stuðningur er veittur af hálfu vinnuveitenda þeirra og þá hvers konar. Góð aðlögun getur skipt sköpum til þess að útsendir starfsmenn klári verkefni eða samninga sína erlendis. Rannsóknir hafa sýnt að bæði góður undirbúningur og stuðningur vinnuveitenda geti skipt sköpum til þess að aðlögun verði sem best. Einnig hafa rannsóknir sýnt að mun kostnaðarsamara er fyrir fyrirtæki og stofnanir að senda starfsmenn frá heimalandi sínu til starfa erlendis heldur en ekki ásamt því að starfsferill viðkomandi starfsmanns er í húfi. Því er mikilvægt fyrir alla sem að málinu koma að aðlögunin sé árangursrík.
    Gerð var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við níu útsenda starfsmenn, sem allir bjuggu á hinum ýmsu fjarlægu stöðum í heiminum þegar viðtölin fóru fram, í þeim tilgangi að fá svör við fyrrnefndum vangaveltum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að almennt hafi aðlögun þátttakenda verið góð en stuðningur vinnuveitenda var yfir heildina ekki mikill né heldur undirbúningur fyrir flutninga. Þá var ekki samræmi á milli þátttakenda hvort þeir teldu fyrri reynslu sína af því að búa erlendis hafa hjálpað til með aðlögun á núverandi staðsetningu.

Samþykkt: 
  • 9.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27280


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ragnhildur MS maí.pdf813.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman - staðfesting.PDF70.81 kBLokaðurYfirlýsingPDF