Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27281
Segja má að fjölmiðlaumhverfið hafi tekið stakkaskiptum í kjölfar þróunar stafrænna miðla. Með tilkomu internetsins og gagnvirkra miðla var útlit fyrir að almenningur hefði öðlast rödd og aukin tækifæri til lýðræðislegrar þátttöku í samfélaginu. Svo virðist sem internetið hafi veitt almenningi frjálsan og óháðan umræðuvettvang til þess að eiga rökræðu um málefni sem varðar hagsmuni almennings og myndar almenningsálit.
Rannsókn þessi leitast til við að útskýra hvernig almenningsálit myndast samkvæmt kenningum Jürgens Habermas og Elisabethar Noelle-Neumanns. Eiginleikar stafræns fjölmiðlaumhverfis eru greindir og bornir saman við forsendur Habermas um almannarýmið og þátttöku og möguleika borgaranna til skynsamlegrar umræðu. Kenning Noelle-Neumann gengur út á að einstaklingar sem upplifa að skoðun þeirra sé andstæð almenningsáliti kjósa að láta hana ekki uppi af ótta við félagslega einangrun. Það leiðir til bjagaðs almenningsálits en fyrirbærið nefnir hún þagnarsvelg (e. spiral of silence). Farið verður yfir þróun kenningarinnar og hvernig þagnarsvelgurinn birtist í stafrænu fjölmiðlaumhverfi.
Empirískur þáttur rannsóknarinnar byggist á viðhorfskönnun þar sem þátttakendur voru spurðir út í afstöðu sína gagnvart innflytjendamálum. Þættir sem eldri rannsóknir hafa sýnt að skipta máli þegar kemur að ákvörðun einstaklinga að segja ekki skoðun sína verða mældir og aðhvarfsgreiningu beitt til þess að mæla hversu áhrifaríkir þeir eru. Niðurstöður benda til þess að þagnarsvelgurinn hafi ekki mikil áhrif í myndum almenningsálits. Ótti við félagslega einangrun mældist sterkasti einstaki áhrifaþátturinn á meðal þeirra sem láta ekki skoðun sína í ljósi. Samskiptakvíði hefur einnig neikvæð áhrif á vilja einstaklinga til tjáningar. Samsvörun eigin skoðunar þátttakenda við almenningsálit hafði mest áhrif á vilja þeirra til þess að tjá skoðun sína.
Digital evolution has had a great influence on the media environment. With the advent of the internet and Web 2.0 it looked as if the public had acquired a voice and increased opportunities for democratic participation in society. The internet could prove to have offered the public an open and independent sphere for rational debate about issues that are important to the public and forms public opinion.
The aim of the research is to explain how public opinion is formed according to the theoretical work of Jurgen Habermas and Elisabeth Noelle-Neumann. The characteristics of digital media environment are explored and compared to Habermas’ premises for the public sphere. Noelle-Neumann’s theory posits that individuals who feel their opinion contradicts public opinion will choose not to speak out of fear of isolation. That leads to a distorted public opinion, a phenomena she has called the spiral of silence. The research will explore developments in Noelle-Neumann’s theory and how the spiral of silence portrays itself in the digital media environment.
The empirical part of the research is conducted with a survey in which participants were asked about their opinions regarding immigrants. Factors which older research have proven to be important regarding people’s decision to stay silent when their opinions contradict public opinion will be measured. Regression analysis will be conducted to evaluate how important the factors are. The results indicate that the spiral of silence is not a determining factor in the formation of public opinion. The fear of isolation proved to be the most important factor on participants’ decision to keep their opinion to themselves. Communication apprehension also had a negative correlation to speaking out. Congruency between participants’ own opinion and public opinion proved to be the most determining factor for them to voice their opinion.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlysing Svavar Þagnarsvelgurinn.jpg | 3.15 MB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG | |
Shj-Þagnarsvelgurinn.pdf | 799.15 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |