en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/27296

Title: 
  • Title is in Icelandic Að snúa öfugt á asnanum. Karlmenn sem þolendur heimilisofbeldis
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Heimilisofbeldi er fyrirbæri sem erfitt er að koma auga á og greina. Kynjaskipting heimilisofbeldis hefur verið mjög umdeilt viðfangsefni meðal fræðimanna og þá aðallega varðandi það hversu jöfn kynjaskipting þolenda og geranda er. Femínískar kenningar og kenningar um fjölskylduofbeldi hafa fjallað um þetta viðfangsefni. Rannsóknir hafa sýnt að algengara sé að karlmenn séu gerendur heimilisofbeldis og líklegra sé að það ofbeldi sé alvarlegra heldur en þegar um er að ræða kvenkyns gerendur. Þrátt fyrir það má ekki gleyma að karlmenn geta einnig orðið þolendur heimilisofbeldis og hlotið alvarlegar afleiðingar í kjölfar ofbeldis af höndum kvenkyns gerenda. Umræðan um karlmenn sem þolendur hefur verið afar takmörkuð í gegnum tíðina en er það þó að breytast með aukinni meðvitund um stöðu kynjanna hvað ofbeldi gegn maka varðar. Karlkyns þolendur heimilisofbeldis hafa átt undir högg að sækja í gegnum tíðina og má segja að staðalímyndir karlmennskunnar eigi stóran þátt í því. Leitast var við að skoða hvort karlkyns þolendur tilkynni síður heimilisofbeldi heldur en kvenkyns þolendur. Við þeirri spurningu gáfu rannsóknarniðurstöður ekki skýr svör en rannsóknir benda hins vegar til þess að karlkyns þolendur séu ólíklegri en kvenkyns þolendur til að tilkynna ofbeldi til lögreglu. Einnig var leitast við að svara hvers vegna þolendur heimilisofbeldis yfirgefa ekki ofbeldisfull sambönd og hvort munur sé á kynjunum hvað það varðar. Rannsóknarniðurstöður gáfu til kynna að ástæður fyrir því að þolendur yfirgefa ofbeldisfulla maka sína eða halda kyrru í ofbeldisfullu sambandi eru mismunandi en þegar þetta er kannað gefa konur og karlar að einhverju leyti upp svipaðar ástæður en ekki að öllu leyti.

Accepted: 
  • May 9, 2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27296


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA ritgerð 2017.loka1.pdf821.7 kBOpenHeildartextiPDFView/Open
Yfirlýsing.pdf109.62 kBLockedYfirlýsingPDF