is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27299

Titill: 
  • Félagsleg mótun kvenna í hernaðarsamfélagi miðalda: Tilfelli Signýjar Völsungsdóttur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Völsunga saga fjallar um forna kappa og kvenskörunga og svipar efni hennar til þeirra eddukvæða sem finna má í Konungsbók eddukvæða. Flestar persónur sögunnar eru vel þekktar; margir hafa heyrt minnst á Sigurð Fáfnisbana, Brynhildi Buðladóttur og Guðrúnu Gjúkadóttur. Færri hafa hins vegar heyrt nafn Signýjar Völsungsdóttur nefnt. Saga hennar er sögð í fyrri hluta Völsunga sögu en hún er föðursystir Sigurðar Fáfnisbana og er enginn eftirbátur Brynhildar og Guðrúnar hvað kænsku og hefndarþorsta snertir. Hún vílar ekki fyrir sér að svíkja eiginmann sinn, láta drepa börn sín og liggja með bróður sínum til að geta nógu sterkan einstakling til hefnda. Signý fæddist þó ekki svona grimm heldur varð það eftir því sem á leið sögu hennar. Hún er fórnarlamb samfélags þar sem konur eru undirokaðar og upp á náð karlkyns aðstandenda komnar. Því er hægt að nota ævi og örlög Signýjar til að varpa ljósi á félagslega mótun kvenna í hernaðarsamfélagi miðalda. Hernaðarsamfélagið var harður heimur þar sem heiður og sæmd voru í hávegum höfð. Karlar réðu þar lögum og lofum, átök voru nærri daglegt brauð og hefndarskyldan hvíldi þungt á herðum manna. Konur máttu hins vegar ekki taka beinan þátt í átökum og þurftu því að horfa upp á ástvini sína drepna án þess að geta veitt þeim hjálparhönd. Að auki máttu þær ekki hefna aðstandenda sinna, að minnsta kosti ekki með beinum hætti. Engan þarf því að undra þó að konurnar sem uppi voru í hinu harða samfélagi sem sögurnar lýsa hafi líkt og sögupersónan Signý Völsungsdóttir umbreyst úr ungum meyjum í kaldar konur.

Samþykkt: 
  • 9.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27299


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Signy_lokauppkast.pdf730.68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf104.25 kBLokaðurPDF