is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/272

Titill: 
  • Líf með insúlínháða sykursýki : áhrif aðlögunar og andlegrar líðanar á blóðsykurstjórn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknin var unnin sem afmarkaður hluti rannsóknar leiðbeinanda, Árúnar K. Sigurðardóttur. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort andleg líðan fólks með insúlínháða sykursýki og aðlögun þess að sjúkdómnum hafi áhrif á blóðsykurstjórn. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að andleg líðan og aðlögun hafi áhrif á blóðsykurstjórnun, einnig að bein tengsl séu á milli góðrar blóðsykurstjórnunar og fylgikvilla sykursýkinnar.
    Við gerð rannsóknarinnar var megindlegt rannsóknarsnið notað. Úrtakið var 120 einstaklingar á aldrinum 18-62 ára, sem komu í eftirlit til fjögurra sérfræðinga í sykursýki. Hjúkrunarfræðingar afhentu spurningalistana á biðstofum sérfræðinganna á tímabilinu 8. febrúar til loka maí árið 2002. Nítíu einstaklingar svöruðu eða 75%. Spurningalistinn samanstóð af tveimur mælitækjum, Eflingarlista og Ögrunarlista. Eflingarlistinn var notaður til að meta trú einstaklinga á því að geta tekist á við sykursýki og þá sjálfsumönnun sem henni fylgir, en Ögrunarlistinn metur andlega líðan fólks. Blóðsykurstjórnun var metin með mælingu á HbA1c-gildi þátttakenda.
    Helstu niðurstöður voru að meðaltal HbA1c-gildisins var tiltölulega lágt í rannsókninni í samanburði við það sem komið hefur fram í erlendum rannsóknum. Gæti þetta bent til þess að einstaklingar hérlendis hafi gott aðgengi að heilbrigðiskerfinu og séu vel upplýstir. Ekki var hægt að sýna fram á marktækt samband á milli aðlögunar og HbA1c-gildis, þessi niðurstaða samræmist ekki öðrum rannsóknum. Hugsanlegt er að við þýðingu Eflingarlistans hafi dregið úr næmi hans. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að andleg líðan hefur áhrif á blóðsykurstjórnun, það er í fullu samræmi við fyrri rannsóknir. Þá ályktun má draga að sykursýki sé sjúkdómur sem geti leitt til andlegrar vanlíðanar. Það er mikilvægt að hjúkrunarfræðingar séu vakandi fyrir þessu og finni leiðir til þess að greina þessa einstaklinga sem fyrst, til þess að geta veitt viðeigandi hjúkrunarmeðferð.
    Lykilhugtök: Insúlínháð sykursýki, blóðsykurstjórnun, HbA1c-gildi, aðlögun og andleg líðan.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2003
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/272


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lif.pdf949.39 kBTakmarkaðurLíf með insúlínháða sykursýki - heildPDF
lif-e.pdf96.18 kBOpinnLíf með insúlínháða sykursýki - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
lif-h.pdf130.99 kBOpinnLíf með insúlínháða sykursýki - heimildaskráPDFSkoða/Opna
lif-u.pdf98.8 kBOpinnLíf með insúlínháða sykursýki - útdrátturPDFSkoða/Opna