is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27301

Titill: 
  • Menning og sjálfsmynd döff: Var vagga döff menningar í Heyrnleysingjaskólanum?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um menningu og sjálfsmynd döff, en döff einstaklingar tilheyra menningarsamfélagi heyrnarlausra og líta á sig sem málminnihlutahóp innan heyrandi samfélags fremur en fatlaðan einstakling sem skortir heyrn. Lögð er áhersla á að greina frá vöggu menningar döff en talið er að hana megi finna í sérskólum fyrir heyrnarlausa. Á Íslandi var einn sérskóli starfræktur fyrir heyrnarlaus börn og unglinga. Rannsakað var hvort að vöggu menningar döff hafi verið að finna í Heyrnleysingjaskólanum á Íslandi. Rætt verður um niðurstöður þeirrar rannsóknar. Rannsóknin var eigindleg og tekin voru opin viðtöl við þrjá döff einstaklinga. Deila þeir einstaklingar með lesendum minningum úr Heyrnleysingjaskólanum ásamt því að ræða um menningu döff, viðhorf og sjálfsmynd sína. Einnig verður fjallað um nokkra áhrifaþætti á sjálfsmynd döff. Þessir þættir eru menning döff, félagstengsl, viðhorf og samfélagsleg staða. Í ritgerðinni er leitast við að svara því hvort að vagga menningar döff hafi verið áhrifamikill þáttur í mótun sjálfsmyndar döff einstaklinga. Niðurstöður leiddu í ljós að vöggu döff menningar hafi verið að finna í Heyrnleysingjaskólanum á Íslandi og að sjálfsmynd döff sé að miklu leyti byggð á menningu þeirra, vinatengslum og viðhorfi samfélagsins. Ritgerðin er 10 ETC og er til BA-prófs í táknmálsfræði við Háskóla Íslands.

Samþykkt: 
  • 9.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27301


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKAEINTAK - Sandra Björk Halldórsdóttir - BA ritgerð í táknmálfræði.pdf821.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_16 (1) útfyllt.pdf159.29 kBLokaðurYfirlýsingPDF