is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27304

Titill: 
  • Ólík hlutverk félagshreyfinga. Þróun og gildi félagshreyfinga skoðuð fra iðnbyltingu til dagsins í dag
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á síðustu árum hefur örlað fyrir aukinni spennu á sviði stjórnmálanna og í vestrænum samfélögum sem tengist andúð á innflytjendum og þjóðerniskennd. Uppgangs- og friðartímar hafa ríkt í Evrópu og Bandaríkjunum og því er erfitt að finna skýringu á þessu fyrirbæri. Þessi ritgerð mun varpa ljósi á þessa stöðu með félagslegar hreyfingar í forgrunni – hvernig þær hafa þróast í gegnum tíðina og hver munurinn á þeim sé. Félagshreyfingar berjast fyrir mismunandi málum og nýta til þess ólíkar aðferðir. Teknar eru fyrir rannsóknir um félagslegar hreyfingar sem spruttu upp við kjölfar efnahagshrunsins fyrir hartnær áratugi síðan og mótun hreyfinganna á samfélagið. Munurinn á „gömlu“ og „nýju“ félagshreyfingunum verður auk þess útskýrður , ásamt því að varpa ljósi á andstöðu- og viðbragðshreyfingar. Einnig er tæpt á því hvers konar einstaklingar vinni innan hreyfinganna og hve rík tenging er á milli hreyfinga og stétta. Með stéttabreytingum hefur umhverfi félagslegra hreyfinga breyst og á vissan hátt orðið óskýrara. Markmið þessarar heimildaritgerðar er að skýra út hvernig félagshreyfingar hafa þróast og hvort þessi andúð og hatur sé mögulega viðbragð sem hafi orðið til sem svar við nýju hreyfingunum sem spiluðu stórt hlutverk um miðbik síðustu aldar og fram yfir aldamót.

Samþykkt: 
  • 9.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27304


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_ritgerd_Daniel_Arnarsson.pdf891.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_medferd_lokaverkefna_DA.pdf280.14 kBLokaðurYfirlýsingPDF