is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27309

Titill: 
  • Rannsókn og rókókó. Í átt að kvikmyndum.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Á tíunda áratugnum hófu sífellt fleiri listamenn að nota og fjalla um kvikmyndaformið í verkum sínum. Tæknibreytingar í myndvörpun og þróun stafrænnar upptökutækni gerðu sýningarhald og vinnslu á myndefni aðgengilegri en áður hafði verið. Í þessari þróun hafa orðið til aðraðar kvikmyndir (othered cinema) þar sem kvikmyndir og vídeólist renna sífellt meira saman. Þróun vídeólistarinnar á Íslandi fór hægt af stað en á síðustu árum hafa komið fram listamenn sem nýta sér miðilinn á nýjan og skapandi hátt. Verkin Keep Frozen eftir Huldu Rós Guðnadóttur og Gestirnir (The Visitors) eftir Ragnar Kjartansson eru nýleg verk sem bæði eiga í samtali við kvikmyndahefðina. Þrátt fyrir afar ólíka nálgun nota báðir listamennirnir kvikmyndaformið til þess að auðga list sína.
    Í fyrsta kafla „Bylting vídeóvæðingarinnar“ verður upphaf og saga vídeólistarinnar skoðuð. Tæknilegar breytingar sem áhrif höfðu á miðilinn verða raktar. Þá verður kannað hvernig samruni kvikmynda og vídeólistar myndaði aðraðar kvikmyndir. Upphaf og hægfara þróun vídeólistar á Íslandi verður skoðað í „Engir miklir skjálistamenn á Íslandi?“. Fjallað verður um verk Ragnars Kjartanssonar Gestirnir í „Hreyfanlegt portett“ ásamt því að nokkur fyrri verka listamannsins verða könnuð með hliðsjón af aukinni notkun hans á kvikmyndaforminu. Formgerð verksins verður rannsökuð ásamt því hvernig Ragnar beitir kvikmyndatækni til þess að draga upp persónulegar myndir í Gestunum. Keep Frozen listrannsóknarverkefni Huldu Rósar verður rakið í „Frosthörkur“ og notkun listamannsins á hinum ýmsu miðlum í verkefninu skoðuð. Farið verður í það hvernig hefðbundnir þættir í heimildagerð eru nýttir á skapandi hátt til þess að fjalla um og rannsaka samtímann í heimildamyndinni Keep Frozen.

Samþykkt: 
  • 9.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27309


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð9.pdf329.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf3.37 MBLokaðurYfirlýsingPDF