is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27310

Titill: 
  • Áhrif skipstjóra á aflasæld. Mannauður, tæknibreytingar og skilvirkni á uppsjávarveiðum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Snemma á níunda áratugnum risu upp deilur meðal félagsvísindafólks um áhrif skipstjóra á aflasæld. Niðurstöður rannsókna fóru frá því að telja áhrifin engin, til þess að áhrifin væru mikil. Við rannsóknir á skipstjóraáhrifum kann þáttur samhengisáhrifa að hafa verið vanmetinn. Í þessari rannsókn er mæld skilvirkni skipa á uppsjávarveiðum á fjórum tímapunktum. Greining er gerð á síldveiðum 1959 og 1962, á loðnuveiðum 1978 og á makrílveiðum 2009. Þannig afmarkast rannsóknin af ramma uppsjávarveiða, en tekur um leið til veiða í ólíku samhengi. Í rannsókninni er stuðst við slembijaðargreiningu (e. Stochastic Frontier Analysis), tölfræðiaðferð sem ekki hefur verið notuð hérlendis áður í rannsóknum á þessu sviði. Beiting þessarar aðferðar veitir skýrari svör en áður við sumum af þeim álitamálum sem uppi hafa verið um áhrif skipstjóra á aflasæld. Niðurstaða rannsóknarinnar er skýr hvað það varðar að áhrif skipstjóra á aflasæld voru mikil á síldarárunum. Áhrifin mælast minni á loðnuveiðum í aðdraganda kvótasetningar og á frjálsum makrílveiðum árið 2009. Við túlkun á tölfræðilegum niðurstöðum um skipstjóraáhrif verður að taka sérstakt mið af samhengisáhrifum. Áhrif skipstjóra á aflasæld dyljast að óþekktu marki í samþættingu við tæknilega forspárþætti og í breyttri stöðu skipstjórans.

  • Útdráttur er á ensku

    The role of the skipper in fishing success has been extensively debated by scholars for more than three decades. The assessment of the contribution of the skipper to the total catch of a defined group of boats, known as the “skipper effect”, varies widely. In fact, scholars analyzing the same data have estimated the skipper effect to be everything from being non-existent to be central to fishing success. I argue that the previous literature on this subject has not paid enough attention to social and the organizational context of fishing and the limitations of using correlational and regular regression models to estimate the skipper effect. In this study I use Stochastic Frontier Analysis to analyze data from the Icelandic herring fishing seasons in 1959 and 1962, the 1978 capelin fishing season and the 2009 mackerel season. The findings show that there was a strong skipper effect in the herring fishing, but it is significantly reduced in the capelin and the mackerel fishing. I argue that the findings illustrate how the social and organizational contexts define the role of the skipper in various ways thus influences the size and the nature of the skipper effect.

Samþykkt: 
  • 9.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27310


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AtliHafthorsson_MA_AhrifSkipstjora.pdf1.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf240.1 kBLokaðurYfirlýsingPDF