is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27311

Titill: 
  • Hipp-hopp feminismi, markaðsvæðing menningar og þöggun hins háværa minnihluta. Er hipp-hopp vettvangur fyrir feminisma?
  • Titill er á ensku Hip-Hop feminism, marketing of culture and the silencing of a loud minority. Is Hip-Hop a space for feminism?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hipp-hopp varð til sem samfélagslegt hreyfiafl jaðarsettra ungmenna í fátækrahverfum New-York borgar og er í eðli sínu gagnrýnið rými og félagslega valdeflandi. Þótt hipp-hopp sé nú orðið að hnattrænu fyrirbæri liggja rætur þess án nokkurs vafa í sögu svartra Bandaríkjamanna. Markaðssetning menningarinnar, menningarnám (e. cultural appropriation) og áhrif hvíta glápsins (e. the white gaze) hefur hinsvegar afvegaleitt upphaflegan tilgang hennar og leitt til þess að neikvæðum ímyndum um svart fólk, og sérstaklega konur, hefur verið haldið á lofti. Í þessari ritgerð mun ég fjalla um ímyndir kvenna í gegnum hipp-hopp menningu og hvernig þessar ímyndir eiga sér rætur í sögu svartra Bandaríkjamanna og rasisma í Bandaríkjunum. Ég mun nota þekkingarfræði svartra kvenna (e. black women’s epistemology) og hugmyndafræði hipp-hopp feminisma sem sjónarhorn umfjöllunar ásamt því að beita gagnrýnum sjónarhornum á kapítalisma og nýfrjálshyggju sem unnið hafa gegn hagsmunum svartra kvenna. Ímyndarsköpun svartra kvenna staðsetur þær í skökku herbergi (e. crooked room) þar sem þær reyna að standa uppréttar með því að taka skilgreiningarvaldið á sjálfum sér í sínar eigin hendur. Hipp-hopp konur framkvæma illvígan kvenleika (e. badass femininity) til þess að rétta skakka herbergið af, og hipp-hopp feministar vinna gegn neikvæðri þróun innan hipp-hopp menningar með því að tengja saman fræði og veruleika. Hipp-hopp menning er vítt hugtak sem nær yfir fjölbreytta listsköpun, tjáningu, lífsstíl og hugarfar og ber að gagnrýna í samhengi við félagslegan raunveruleika en ekki í gegnum hvíta glápið.

Samþykkt: 
  • 9.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27311


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Laufey Líndal Ólafsdóttir.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
anonym2069_doc03207820170509142550.pdf298.15 kBLokaðurYfirlýsingPDF