is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27312

Titill: 
  • Í takt við tilvistina: Um gagnrýni Gabriels Marcels á heimspeki Sartres
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Jean-Paul Sartre er jafnan talinn vera einn helsti boðberi tilvistarstefnunnar og er hann iðulega nefndur í sömu andrá og hún. Sartre skilgreindi manninn út frá aðstæðum sínum. Hann talaði um frelsi mannsins og að maðurinn sjálfur væri þetta frelsi. Maðurinn er alltaf frjáls og verður að átta sig á því. Það eina sem maðurinn hefur er tilvist sín og honum ber að skilgreina sig sjálfur. Hann verður að axla þá ábyrgð sem hann hefur á sinni eign tilvist. Hann má ekki blekkja sjálfan sig. Þetta hljómar allt nokkuð álitlega og virðist ljá manverunni reisn. En ekki voru allir sammála þessum hugmyndum Sartres. Einn sem var ósammála honum hét Gabriel Marcel og var samtímamaður Sartres. Gabriel Marcel leit svo á að það merkilegasta við tilvist mannsins væri að hún væri gjöf og í samneyti með öðrum lærir maður að meta þessa gjöf sem slíka. Í ritgerðinni er gagnrýni Marcels á hugmyndir Sartres skoðuð, einkum eins og hún birtist í grein hans „Tilvist og mannlegt frelsi“ („Existence and Human Freedom“). Nokkur veigamikil hugtök í heimspeki Marcels og Sartres eru útskýrð og rædd í fyrstu tveimur köflunum og í þriðja kaflanum er síðan vikið að gagnrýni Marcels. Í lokakaflanum eru gagnrýnispunktar Marcels skoðaðir í samhengi við þær breytingar sem Sartre gerði á heimspeki sinni seinna á lífsleiðinni. Að lokum er reynt að svara eftirfarandi spurningu: Er gagnrýni Marcel réttmæt og ef svo er, er hún þá ástæðan fyrir því að Sartre breytti heimspeki sinni?

Samþykkt: 
  • 9.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27312


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jóhann Viðar Hjaltason - yfirlýsing.pdf281.36 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Í%20takt%20við%20tilvistina%20-%20Jóhann%20Viðar%20Hjaltason.pdf687.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna