is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27316

Titill: 
  • "Þú kannt ekki neitt og verður aldrei neitt" Orsakir, birtingamyndir og afleiðingar andlegs ofbeldis gegn börnum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um andlegt ofbeldi með það í huga að skoða hverjar eru orsakir andlegs ofbeldis, birtingamyndir þess og hvaða afleiðingar andlegt ofbeldi hefur í för með sér. Þar að auki verður skoðað hvert sé hlutverk skólans þegar kemur að velferð barna. Byrjað er á því að beina sjónum að kenningum sem snúa að þroska barna. Gerð er grein fyrir skilgreiningar- og flokkunarkerfi Barnaverndarstofu og komið inn á skilgreiningar á andlegu ofbeldi. Þá verður fjallað um langtímaafleiðingar andlegs ofbeldis gegn börnum. Þeim spurningum sem leitað er svara við eru: Hverjar eru langtímaafleiðingar andlegs ofbeldis gegn börnum? Hefur andlegt ofbeldi til langs tíma áhrif á námsárangur barna? Hvernig má koma í veg fyrir brottfall nemenda úr námi?
    Niðurstöður ritgerðarinnar sýna að andlegt ofbeldi getur haft andlegar og líkamlegar afleiðingar þegar til langs tíma er litið sem mikilvægt er að veita athygli. Efla þarf foreldra í hlutverki sínu með fræðslu til þess að þeir séu í stakk búnir að veita börnum sínum góðar aðstæður til að þroskast og dafna. Þá hefur andlegt ofbeldi áhrif á námsárangur barna og mikilvægt að þeir fagaðilar sem koma að lífi barns veiti þessum börnum athygli svo hægt sé að veita þeim þá aðstoð sem nauðsynleg er til að koma þeim í gegnum skólagönguna á sem bestan máta. Til að koma í veg fyrir brottfall nemenda úr námi er mikilvægt að til staðar sé stuðningur bæði frá foreldrum og skólaumhverfinu en skólinn verður að geta uppfyllt þær kröfur sem honum eru settar með því að huga betur að almennri líðan barna á skólagöngunni.

Samþykkt: 
  • 9.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27316


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þú kannt ekki neitt og verður aldrei neitt Orsakir, birtingamyndir og afleiðingar andlegsofbeldis gegn börnum.pdf954.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing vegna BA ritgerðar.pdf302.96 kBLokaðurYfirlýsingPDF