en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/27317

Title: 
 • Title is in Icelandic Eiga aldraðir áhyggjulaust ævikvöld?:Rannsókn á viðhorfum, þekkingu og reynslu starfsfólks af ofbeldi gegn öldruðum inn á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Þessi rannsókn er lokaverkefni til meistaragráðu í öldrunarfræði við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands og er henni ætlað að skoða umfang ofbeldis og valdbeitingar gagnvart öldruðum sem búa á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða megindlega rannsókn þar sem spurningakönnun var lögð fyrir starfsfólk á fjórum hjúkrunarheimilum sem flokkuð eru sem eldri og yngri heimili eftir því hvort þau voru tekin í notkun fyrir eða eftir aldarmót, nánar til tekið á tveimur deildum á hverju heimili, og það spurt hvernig það skilgreini ofbeldi og hvort það hafi orðið vitni að slíku. Markmiðið er að draga fram hversu algengt það sé að starfsfólk verði vitni að valdbeitingu sem skilgreina megi sem andlegt eða líkamlegt ofbeldi, hver séu viðhorf þess til viðunnandi eða óviðunnandi aðstæðna aldraðra, hvort það hafi fengið fræðslu um ofbeldi og hvort það telji sig vanta meiri fræðslu um þetta efni.
  Það sem helst kemur á óvart í niðurstöðum þessarar rannsóknar er hversu mikill munur er á eldri og yngri hjúkrunarheimilum en þar sést að á yngri heimilum segjast 79% aldrei hafa orðið vör við ofbeldisatvik, 19% segjast hafa orðið vör við 1-4 atvik og 2% segjast hafa orðið vör við 5 eða fleiri atvik. Á eldri heimilum segjast hins vegar 54% aldrei hafa orðið vör við ofbeldi, 22% segjast hafa orðið vör við 1-4 atvik og 24% segjast hafa orðið varir við 5 eða fleiri atvik sem verður að teljast sláandi há tala. Því er ljóst að ofbeldi er til staðar á hjúkrunarheimilum á Íslandi eins og í öðrum löndum en fjallað er um slíkar erlendar rannsóknir í þessari ritgerð.
  Að kröfu Persónuverndar, Vísindasiðanefndar og hjúkrunarheimilanna er þess gætt að ekki verði hægt að rekja svör starfsfólks til viðkomandi hjúkrunarheimila og verða þau því ekki nafngreind. Alls voru lagðir fram 120 spurningalistar á íslensku á hjúkrunarheimilin fjögur eða 30 á hvert heimili og var svarhlutfallið 70%. Á einu hjúkrunarheimilinu reyndist erfitt að finna nægilega marga sem skildu íslensku það vel að þeir gætu tekið þátt í rannsókninni og gæti það því skekkt niðurstöður.

 • This  study is a final project towards a Master’s degree in  Geriatric Studies  at the Faculty of Social Work, University of Iceland. The purpose of this study is to look into the  frequency  and scope of violence, and the abuse of authority, towards  elderly people  staying at  nursing homes in and around Reykjavik.
    A questionnaire was given to employees of four nursing homes. The homes were then categorised as younger or older, depending on whether they had been in operation before or after 2000. Two wards were chosen at each home and the employees were asked to define violence, and if they had been a witness to violence. The aim was to observe how common it was for staff to be a witness to abuse of authority towards residents that could be defined as either physical or mental, their perspective on adequate or inadequate conditions for old people, and if they have had any education about violence or thought they lacked such education.
  The conclusions drawn from the study were on occasion unexpected. In particular the difference between older and younger nursing homes. In the younger homes, 79% of the participants were at no point aware of any incidents involving abuse of  authority, 19% were aware of 1-4 incidents but only 2% were aware of 5 or more incidents.   At the older homes, the statistics were different as 54% of the participants have never been aware of incidents, 22% had noticed 1-4 incidents and 24% have been aware of five or more  incidents, It is  therefore  clear that  incidents  of abuse of authority do take place in nursing homes in Iceland similar to other countries which researches are mentioned in thispaper.
  At the demand of  the Icelandic Data Protection Authority, the National Bioethics Committee, and the nursing homes participating in the study, every consideration was given to preserve the anonymity of participants. No single questionnaire is traceable and no one will be mentioned by name. A total of 120  questionnaires  were distributed in  Icelandic,  30 to each of the four homes. The response rate was 70%. At one of the  homes an  insufficient  number of staff spoke or understood Icelandic well enough to participate in the study which could  skew  the results.  

Accepted: 
 • May 9, 2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27317


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Eiga aldraðir áhyggjulaust ævikvöld.pdf1.77 MBOpenHeildartextiPDFView/Open
yfirlýsing um meðferð verkefnis.pdf313.68 kBLockedYfirlýsingPDF