is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27318

Titill: 
 • Spánverjavígin 1615. Hvalveiðar Baska og Ísland
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Eftirfarandi er lokaverkefnmi til B.A. prófs við sagnfræði-og heimspekideild Háskóla Íslands. Í ritgerðinni er fjallað um Spánverjavígin sem áttu sér stað á Íslandi árið 1615. Leitast verður við að fjalla um málið í samhengi við sögu Baska og hvalveiða þeirra. Rannsóknarspurning ritgerðarinnar er því: Hverjir voru Baskar? Hvers vegna stunduðu þeir hvalveiðar við Íslands strendur? og loks af hverju áttu þessir voðalegu atburðir sér stað?
  Í fyrsta kafla ritgerðarinnar verður fjallað stuttlega um sögu Baska og leitast við að skilja hverjir þeir eru og hvaðan þeir komu. Einnig verður fjallað lítillega um sérstöðu þeirra innan Evrópu.
  Í öðrum kaflanum verður rætt um hvalveiðar almennt en þó einkum og sér í lagi um Baska sem sjómenn og hvalveiðimenn, en þeir stóðu öðrum framar þegar kom að hvalveiðum allt fram á 17. og 18. öld. Ég mun skoða af hverju þeir stóðu svona framarlega, hvernig veiðarnar fóru fram og síðast en ekki síst hvers vegna þeir hófu að leita til norðurs í auknum mæli.
  Í þriðja kafla ritgerðarinnar mun fyrst vera byrjað á því að fjalla um upphaf halveiða Baska við Íslandsstrendur og þá hvenær og hvers vegna þær hófust. Hvers vegna þeir komu hingað til veiða, hversu oft þeir komu og hvernig þeim var tekið. Þá verður rætt um aðraganda hinna svo kölluðu Spánverjavíga og í kjölfarið fjalla um atburðarásina sjálfa. Að lokum mun verða rætt um eftirmála víganna og leitast verður við að skilja hversvegna Baskar lutu slíkum örlögum og raun bar vitni.

Samþykkt: 
 • 9.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27318


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Spánverjavígin-BA-Ritgerð.docx-.pdf363.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni yfirlýsing.pdf37.21 kBLokaðurYfirlýsingPDF