is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27319

Titill: 
  • „Ég hvet til þess að það sé ekki einhver múgæsingur“.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Siðfár (e. moral panic) er ákveðið tímabil samfélagslegrar upplausnar sem verður til út frá sláandi fjölmiðlaumfjöllun sem er oft ýkt mynd af raunveruleikanum. Umfjöllunin vekur kvíða og hræðslu í garð ákveðins fyrirbæris eða hóps einstaklinga sem ógn stafar af. Viðbrögð almennings, fjölmiðla, aðila stjórnkerfisins og þrýstihópa við þessari ógn er meginumfjöllunarefni kenninga um siðfár. Sökudólgar atburðarins eru litnir hornauga af samfélaginu og eru kallaðir þjóðarskelfar (e. folk devils). Nú á tímum er fín lína á milli siðfárs og fyrirbæris sem er kallað áhættusamfélag (e. risk society) þar sem margir eru með yfirþyrmandi kvíða yfir öllu því sem fylgir því að lifa í þessum heimi. Lýst var eftir tvítugri konu þann 14. janúar 2017. Lögreglan birti myndband úr eftirlitsmyndavél þar sem hún sást ráfa reikul í spori um miðbæinn. Það myndband hitti þjóðina beint í hjartastað. Ungt fólk sem stundar skemmtanalífið í miðborg Reykjavíkur sá sjálft sig hegða sér á sama hátt og unga konan gerði í myndbandinu. Vinkonuhópar áttuðu sig á því að hún hefði getað verið ein af þeim. Hún var bara á röngum stað á röngum tíma. Hún varð að hinu „fullkomna fórnarlambi“ (e. ideal victim). Við leitina að ungu konunni skapaðist upplausn í samfélaginu sem virtist bera einkenni siðfárs. En var það raunin? Vissulega spratt upp mikill ótti og hræðsla. Áhyggjurnar beindust annars vegar að frávikshegðun grænlenskra skipverja hér á landi og hins vegar að öryggi kvenna í miðborginni. Bæði lögregla og fjölmiðlar fengu fjölmargar ábendingar frá almenningi sem fann sig knúinn til þess að taka þátt í rannsókn málsins. Fjölmiðlar spiluðu stórt hlutverk við leitina og upplýstu almenning um stöðu mála. Umfjöllun í kjölfar leitarinnar beindist að bættu eftirliti í miðborg Reykjavíkur með fjölgun eftirlitsmyndavéla og bættri lýsingu. Þegar viðbrögð almennings, fjölmiðla og aðila stjórnkerfisins eru skoðuð í ljósi siðfárskenninga má túlka það svo að hér hafi ekki skapast siðfár í kjölfar hvarfs ungu konunnar í janúar 2017.

Samþykkt: 
  • 9.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27319


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Leitin að Birnu Brjáns - BA ritgerð í félagsfræði.pdf452.67 kBLokaður til...31.12.2138HeildartextiPDF
mynd af yfirlysingu.pdf131.47 kBLokaðurYfirlýsingPDF