is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27320

Titill: 
  • Sjálfsvíg. Er lífið einskis virði?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eitt mannslíf fjarar út á 40 sekúndna fresti vegna sjálfsvígs og tilraunir til þess gerast með enn minna millibili. Ekki er til neitt eitt svar við því hvað fær einstaklinga til að vilja fyrirfara sér, en sú ákvörðun getur orðið fyrir áhrifum af félagslegum-, sálrænum eða andlegum þáttum. Áhættuþættir sjálfsvíga eru ótal margir og eiga það sameiginlegt að hafa neikvæð áhrif á einstaklinga. Talið er að flestir sem deyja í kjölfar sjálfsvígstilraunar séu með eina eða fleiri tegundir geðraskana og lang algengasta greiningin er þunglyndi. Sjálfsvíg er flókið fyrirbæri og sökum þess hve illa hefur gengið að samræma skilgreiningar á því er samanburður erfiður, auk þess sem það veldur erfiðleikum varðandi mat og meðferð. Sjálfsvíg er alvarlegt heilbrigðisvandamál vegna fjöldans sem lætur árlega lífið í kjölfar sjálfsvígstilraunar. Mun fleiri karlar fremja sjálfsvíg en konur, þrátt fyrir að síðarnefndi hópurinn geri fleiri tilraunir til þess. Það getur stafað af því að konur velja síður eins alvarlegar aðferðir til sjálfsvígsins og karlar, en einnig hafa konur í mörgum tilfellum ekki raunverulega löngun til að deyja. Til að hægt sé að koma í veg fyrir þann heilbrigðisvanda sem sjálfsvígin eru er þörf á forvörnum. Til eru þrjár tegundir forvarna sem beinast að mismunandi hópum samfélagsins, en allar vinna þær að sama markmiðinu, að fækka sjálfsvígum.

Samþykkt: 
  • 9.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27320


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rétt docs - BA ritgerð!!.pdf979,38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
[Untitled].pdf21,5 kBLokaðurYfirlýsingPDF