Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27325
Flóttamönnum í heiminum fer fjölgandi og þar á meðal eru fylgdarlaus börn, það er börn sem eru ein á flótta án foreldra eða annarra umönnunaraðila. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða þá þekkingu sem til staðar er á málefnum fylgdarlausra barna og hvernig sú þekking hefur verið nýtt til þess að bregðast við þörfum þessa hóps. Leitast var við að svara rannsóknarspurningunni: Hver er staða þekkingar á málefnum fylgdarlausra barna? Niðurstöðurnar sýna að fylgdarlaus börn eru mjög viðkvæmur hópur og að aðstæður þeirra eru margþættar og flóknar. Börnin flýja heimalönd sín af mörgum ástæðum en þær ástæður sem helst er getið eru stríðsátök og ofsóknir. Ferðin til nýs lands er erfið og eiga börnin á meiri hættu en aðrir að verða fyrir ofbeldi og misnotkun á leið sinni. Þegar börnin komast í nýtt land tekur við þeim flókið málsmeðferðarkerfi og virðast börnin oft missa stöðu sína sem börn og frekar er litið á þau sem ógn við landamæraeftirlit og stöugleika í landinu. Samhliða því að takast á við flókið málsmeðferðarkerfi eru börnin að reyna að aðlagast í landi þar sem menning, tungumál og hið daglega líf er mjög frábrugðið því sem þau hafa vanist í sínu heimalandi, ásamt því að þurfa að takast á við fordóma og mismunun sem fylgir því að vera flóttamaður í nýju landi. Félagsráðgjafar virðast vera sá faghópur sem oftast vinnur með fylgdarlausum börnum og er þekking þeirra á barnavernd, fjölmenningu og þroska barna góð undirstaða í aðstoð við fylgdarlaus börn.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
yfirlýsing-lokaverkefni.pdf | 298.85 kB | Lokaður | Heildartexti | ||
FRG261L_BA_fylgdarlaus_born_kak33.pdf | 851.63 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |