Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27326
Í þessari ritgerð leitaðist höfundur við að skilgreina stöðu söngtexta innan bókmenntafræðanna. Sönglagatextar eru risastór þáttur dægurmenningar nútímans. Þegar miðað er við fyrri tíma mætti jafnvel halda því fram að hlustun texta sé veigameiri þáttur í daglegu lífi okkar en lestur þeirra. Gildi, eðli og einkenni söngtexta var lagt til skoðunar og rakinn var uppruni söngtextans en einnig var þróun dægurlagatextans skoðaður. Eðli dægurlagatextans var skoðað með hugmyndir viðtökufræða að leiðarljósi sem og alþýðuvæðing listanna og hlutverk hennar í þróun söngtexta. Notaðist höfundur við kenningar og gagnrýni ýmissa bókmennnta- og menningarfræðinga, en nálgunin að efni ritgerðarinnar var þverfagleg að því leyti. Skortur á umfjöllun um stöðu dægulagatextans innan fræðanna varð kveikjan að umfjöllunarefni þessarar ritgerðar og ekki síst í ljósi þess að einn fremsti textasmiður í þessum flokki hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels nú á dögunum. Tónlistar- og textahöfundurinn Bob Dylan varð þess heiðurs aðnjótandi en olli sú afhending ýmsum vangaveltum í fræðiheiminum. Röksemdafærslur sænsku akademíunnar verða skoðaðar í því samhengi. Leitast var spurninga við hvort textar dægurlaga og ljóða væru sífellt að færast nær hvorum öðrum sem listform? Hafa formin ávallt verið samofin? Er munurinn orðinn, eða hefur ávallt verið svo óljós að í raun er hægt að syngja fagurbókmenntir við kassagítarspil?
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ritgerð.pdf | 416.8 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Titilsida .pdf | 66.42 kB | Opinn | Titilsíða | Skoða/Opna | |
[Untitled].pdf | 113.27 kB | Lokaður | Yfirlýsing |