is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27327

Titill: 
 • Langvarandi afleiðingar eineltis í grunnskólum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er umfjöllun um einelti og afleiðingar þess. Markmiðið er að kanna langvarandi afleiðingar eineltis ásamt því að athuga hvernig hægt er að taka á eineltismálum innan grunnskóla. Fjallað verður um birtingarmyndir eineltis, þau samfélagslegu úrræði sem í boði eru fyrir þolendur, og þær rannsóknir og kennignar sem við eiga. Í ritgerðinni verður einna helst lögð áhersla á að leita svara við eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hvað er einelti og hverjar eru helstu birtingarmyndir þess? Hverjar eru helstu afleiðingar eineltis? Hvernig er hægt að taka á eineltismálum innan grunnskóla? Hvert er hlutverk félagsráðgjafa í eineltismálum í grunnskólum?
  Helstu niðurstöður þessarar ritgerðar sýna fram á alvarleika afleiðinga eineltis. Afleiðingar eineltis geta verið margvíslegar, þolendur eineltis þurfa til dæmis oft að klást við kvíða og þunglyndi, og á þá leita jafnvel sjálfsvígshugsanir. Rannsóknir sýna að þolendur eineltis sæki frekar í geðheilbrigðisþjónustu á fullorðinsárum heldur en þeir sem ekki hafa orðið fyrir einelti í æsku. Niðurstöður þessara rannsókna gefa það til kynna að afleiðingar eineltis geta fylgt þolandanum allt þar til hann verður fullorðinn, eða að afleiðingarnar komi jafnvel ekki fram fyrr en á fullorðinsárum. Mikilvægt er að vinna að forvörnum eineltis í grunnskólum og meta reglulega árangur þeirra áætlana sem virkjaðar eru í þeim efnum. Hlutverk félagsráðgjafa innan grunnskóla er að sama skapi mikilvægt og geta þeir komið að forvörnum eineltis með til dæmis fræðslu auk þess sem sú nálgun félagsráðgjafa að beita heildarsýn og valdeflingu getur aðstoðað þolendur eineltis í átt að bata.
  Einelti er hugtak sem allir þekkja, og margir hafa þurft að þola það að vera lagðir í einelti og/eða lagt í einelti sjálfir. Enn skortir rannsóknir á afleiðingum eineltis og því þarf að afla frekari almenna vitund um alvarleika þess.
  Lykilorð : Einelti, birtingarmyndir, félagsráðgjöf, samfélagsleg úrræði, afleiðingar.

Samþykkt: 
 • 10.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27327


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_ritgerd-lokaskil.pdf381.77 kBLokaður til...10.05.2050HeildartextiPDF
Yfirlýsing Sunna.pdf60.64 kBLokaðurYfirlýsingPDF