is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27328

Titill: 
  • Sorg nemenda sem misst hafa foreldri: Hvert er hlutverk skólans og skólafélagsráðgjafa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Skólaumhverfið er stór þáttur í lífi barna þar sem þau verja miklum tíma þar og skólinn gegnir viðamiklu hlutverki í uppeldi og líðan nemenda. Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á mikilvægi þess að vita hver sorgarviðbrögð barna séu svo skólinn geti verið viðbúinn þegar áföll verða í nemendahópi. Tilgangur ritgerðarinnar er að sýna fram á mikilvægi aukinnar sérfræðiþjónustu innan skólanna og að starf skólafélagsráðgjafa sé nauðsynlegt í því sambandi. Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum: Hver eru sorgarviðbrögð barns sem misst hefur foreldri sitt? Hvert er hlutverk grunnskóla og skólafélagsráðgjafa þegar nemandi verður fyrir því áfalli að missa foreldri?
    Fjallað verður um kenningar, börn og sorg, hlutverk skólans og greint frá starfi skólafélagsráðgjafa svo fátt eitt sé nefnt.
    Niðurstöður þessarar ritgerðar sýna að sorg og sorgarviðbrögð hafa margar myndir og geta haft áhrif á líf barns til lengri tíma. Mikilvægt er að starfsfólk skólans sé upplýst um áhrif og einkenni sorgar svo hægt sé að bregðast rétt við. Einnig kemur fram samkvæmt rannsóknum að þörf er á frekari sérfræðiþekkingu innan skólans til þess að takast á við persónulegan vanda nemenda. Skólafélagsráðgjafar eru vel til þess fallnir að vinna með börnum í sorg þar sem þeir vinna út frá heildarsýn og eru með sérþekkingu á mörgum sviðum. Þessi ritgerð nýtist einna helst til þess að sýna fram á mikilvægi þess að starfsfólk skólans þekki einkenni sorgar og einnig hve mikilvægir skólafélagsráðgjafar eru í skólum.

Samþykkt: 
  • 10.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27328


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sorg nemenda sem misst hafa foreldri_hvert er hlutverk skólans og skólafélagsráðgjafa_aov7.pdf627,42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_aov7_.pdf103,59 kBLokaðurYfirlýsingPDF