is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27329

Titill: 
  • Öðrum konum fegurri: Mannfræðileg umfjöllun um fegurðarsamkeppnir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á fegurðarsamkeppnir sem ákveðið félags- og menningarlegt fyrirbrigði í samtímanum, í því skyni að skoða hvernig líkamar kvenna birtast í slíkum keppnum. Fegurð og fegurðarmat eru að miklu leyti mjög afstæð hugtök og því ætti það að vera ómögulegt að keppa í fegurðarsamkeppnum. Hins vegar er raunin ekki sú, en slíkar keppnir gefa nokkuð skýra hugmynd um ríkjandi fegurðarstaðla og viðmið hverju sinni. Hér á landi hafa fegurðarsamkeppnir lengi verið áberandi og fulltrúar Íslands í fegurðarsamkeppnum hafa oft verið notaðar í landkynningum. Stuðst er við kenningar mannfræðinga um líkamann og líkamsímynd sem og hugmyndir femínískra fræðmanna um líkama kvenna. Í seinni hluta ritgerðarinnar er fjallað um sýningar á fólki hér áður fyrr og skoðað hvort slíkar sýningar hafi á einhvern hátt lagt grunninn að fegurðarsamkeppnum nútímans. Að lokum er saga fegurðarsamkeppna á Íslandi rakin í grófum dráttum og sett í samhengi við fyrrnefndar kenningar. Helstu niðurstöður eru þær að með því að taka þátt í fegurðarsamkeppnum eru ungar konur að færa sig um set, yfir á ytra rýmið, en samt sem áður er það takmarkað hvað þær fá að gera þar.

Samþykkt: 
  • 10.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27329


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Baritgerðhekla.pdf422.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf486.2 kBLokaðurYfirlýsingPDF