is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27330

Titill: 
  • Heimspekingurinn Guðmundur Finnbogason: Heimspekilegir undirtónar Lýðmenntunar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hér verður leitast við að skoða þá menntahugsjón sem Guðmundur Finnbogason setur fram í riti sínu Lýðmenntun sem fyrst kom út 1903. Markmið ritsins var að útlista gildi menntunar, í hverju hún fælist og hvaða stefnu skólamál skyldi taka hér á landi. Þegar Guðmundur ritaði verkið var engin skólastefna ríkjandi á Íslandi og jafnframt ríktu vissar efasemdir um gildi menntunar. Árið 1901 fékk Guðmundur, þá nýútskrifaður magister í heimspeki með sálfræði sem aðalgrein, tveggja ára styrk frá Alþingi til að halda utan og kynna sér menntamál nágrannaþjóðanna, svo hægt væri að koma menntamálum á Íslandi í sæmandi horf. Afrakstur rannsóknarinnar var síðan sett fram í ritinu Lýðmenntun, en það rit inniheldur sterka menntahugsjón þar sem gildi, markmið og framkvæmd haldast þétt í hendur. Í bókinni má kenna ýmissa grasa úr lífsögu og menntun Guðmundar, þar sem greina má sterka heimspekilega undirtóna þá sér í lagi í fyrsta kafla verksins sem ber heitið „Menntun“. Meginmarkmið þessa verkefnis er að varpa ljósi á þær heimspekilegu stefnur og strauma er virðast birtast í Lýðmenntun þar sem sérstaklega verður einblínt á fyrsta kafla bókarinnar. Menntahugsjón Guðmundar verður sett í samhengi við kenningar tveggja áhrifamikilla vestrænna heimspekinga; þeirra Aristótelesar og David Hume. En líkindi þessa höfunda verða greind með bakgrunn Guðmundar til hliðsjónar svo og ríkjandi strauma innan fræðanna og þjóðfélagsins.

Samþykkt: 
  • 10.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27330


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heimspekingurinn Guðmundur Finnbogason.pdf313.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemma.pdf278.54 kBLokaðurYfirlýsingPDF