Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/27332
Í þessari ritgerð er samband laga, réttlætis og ofbeldis skoðað í þeim tilgangi að varpa ljósi á hvernig beiting líkamlegs ofbeldis, eða hótun um slíka valdbeitingu, er undirstaða allra yfirvalda. Munurinn á lögmæti og réttlæti er dreginn fram og greindur með hliðsjón af textum eftir heimspekingana Jacques Derrida og Walter Benjamin. Þá er sérstaklega rýnt í aðför lögregluyfirvalda að flóttamanninum Eze Okafor sem fluttur var nauðugur úr landi í maí 2016. Einnig er gerð tilraun til greiningar á merkingunni sem fólst í róttækum aðgerðum tveggja aðgerðasinna sem handteknar voru eftir að hafa reynt að hindra brottflutning Eze á ólögmætan hátt. Þær voru handteknar þrátt fyrir að aðgerðir þeirra hafi kannski verið í þágu réttlætisins.
Í fyrri hluta ritgerðarinnar eru helstu hugmyndir í texta Benjamins reifaðar, meðal annars hvernig ofbeldi bindur saman löggjöf og löggæslu. Þetta ofbeldi er ógnandi, hótar viðurlögum og getur því ekki verið réttlátt. Í seinni hluta ritgerðarinnar er umfjöllun Jacques Derrida um réttlætið skoðuð, en hann segir að afbygging sé réttlæti. Í lokin eru hugmyndir Benjamins og Derrida hnýttar saman til að sýna fram á með hvaða máta borgaraleg óhlýðni, sem róttækt andóf við ríkjandi kerfi, getur verið svar við brýnu kalli réttlætisins.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
pdf-elinborg-ba-ritgerd-tilbuin.pdf | 449.64 kB | Open | Heildartexti | View/Open | |
yfirlysing-ba.pdf | 54.8 kB | Locked | Yfirlýsing |