is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27336

Titill: 
  • Ef þú brosir framan í heiminn, þá brosir heimurinn framan í þig: Ástæður og áhrif sjálfshjálparmenningar á daglegt líf
  • Titill er á ensku Smile to the world and the world will smile back: Reasons for and impact of self-help on daily life
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Hamingja og vellíðan í daglegu lífi eru markmið flestra ef ekki allra. Við leitum að hamingju þar sem við höldum að hana sé að finna og fjallar sjálfshjálparmenning að miklu leyti um það hvernig eigi að komast að þessu æðsta markmiði lífs okkar. Í þessari ritgerð er litið til þess hvaða ástæður liggja að baki þess að fólk leitar í sjálfshjálp af einhverjum toga en þar má sem dæmi nefna breytingar á vinnumarkaði og hvernig yfirþyrmandi og ofhlaðið líf er lýsandi í samfélaginu í dag. Við erum umkringd yfirflæðandi magni hluta og verkefna og meðal annars veldur endalaust áreiti því að tengsl við fjölskyldu og vini dofna og samskipti breytast. Gerð verður grein fyrir upplifun einstaklinga af sjálfstyrkingarnámskeiði og hvernig sú reynsla nýtist þeim í hinu daglega lífi en helstu gögn rannsóknarinnar eru viðtöl sem tekin voru við fimm þátttakendur af Dale Carnegie sjálfstyrkingarnámskeiði. Ástæður þeirra, upplifun og ávinningur eru megin þema ritgerðarinnar. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að samfélagið ýti undir það að við sem einstaklingar leitum okkur sjálf hjálpar við hverju því sem hrjáir okkur. Einnig sýnir rannsóknin að góð ráð hjálpa til svo við drukknum ekki í amstri hversdagslífsins. Til að ná góðum árangri þarf undirbúning, eftirfylgni og framkvæmd af heilum hug.

Samþykkt: 
  • 10.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27336


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ef þú brosir framan í heiminn.pdf769.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf441.19 kBLokaðurYfirlýsingPDF