is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27340

Titill: 
  • „Hver er þar?“ Heimspeki Montaignes í verkum Shakespeares
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ýmsir fræðimenn hafa þóst finna tengsl á milli verka enska leikskáldsins Williams Shakespeare og franska heimspekingsins Michels de Montaigne. Í ritgerðinni er rannsakað hvort og þá hvernig heimspeki Montaignes endurspeglast í leikritum Shakespeares. Í fyrsta kafla er fjallað um nokkrar kenningar úr heimspeki Montaignes og rakið hvernig William Shakespeare kynntist þeim í enskri þýðingu Johns Florio á bók Montaignes, Ritgerðir. Sú bók hafði mikil áhrif á Shakespeare og endurspeglast þau áhrif í mörgum verka hans. Í öðrum kafla er sýnt fram á hvernig þessi áhrif endurspeglast í Ofviðrinu og Lé konungi. Í Ofviðrinu er Shakespeare undir áhrifum frá ritgerð Montaignes, Um mannætur. Shakespeare tekur nánast orðrétt upp úr texta Montaignes í verkinu. Í Lé konungi tekur hann kenningu Montaignes um að feður ættu að leyfa börnum sínum að njóta góðs af eignum sínum þegar þeir eru orðnir of gamlir til að njóta þeirra og lætur hana beint í hendur Lés sem ákveður að skipta konungdæminu jafnt á milli þriggja dætra sinna og setjast í helgan stein. Í þriðja kafla eru áhrif Montaigne í Hamlet Danaprins tekin fyrir. En þau má finna víðs vegar í verkinu, bæði hugmyndir og tilvísanir í verk Montaignes. Í Hamlet koma hugmyndir Montaignes um sjálfið mjög skýrt fram og endurspeglast þær í ræðum Hamlets. Einnig eru hugmyndir Montaignes um sorg teknar fyrir og þær eru bornar saman við sorg Hamlets, og þar finnast ákveðin líkindi. En aðallega er fjallað um hvernig leit Hamlets að sjálfinu tengist heimspeki Montaignes. Þetta sýnir að Shakespeare hefur þekkt verk Montaignes vel og þau höfðu greinilega áhrif á skrif hans.

Samþykkt: 
  • 10.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27340


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Ritgerð - Arnar Einarsson - PDF.pdf663.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - Arnar Einarsson.pdf55.71 kBLokaðurYfirlýsingPDF