is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27342

Titill: 
 • Félagsráðgjöf og loftslagsbreytingar: Hlutverk félagsráðgjafa í kjölfar hamfara
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Loftslagsbreytingar eru umhverfislegt vandamál og ein af helstu áskorunum nútímasamfélags. Þær hafa margvíslegar afleiðingar í för með sér sem tengjast alþjóðlega og krefjast því víðtækra aðgerða jafnt á svæðisbundnum sem og innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Í þessari ritgerð eru fjölbreytt hlutverk félagsráðgjafa skilgreind og hvernig þeir geta hagað störfum sínum til að sporna við þróun og afleiðingum loftslagsbreytinga. Áherslur grænnar félagsráðgjafar eru jafnframt skoðaðar og hvernig hugmyndir og aðferðir hennar geti nýst í slíkri vinnu. Hamfarafélagsráðgjöf er einnig til umfjöllunar og fjallað um hvort hún geti dregið úr tjónnæmi og aukið viðnámsþrótt í kjölfar hamfara. Leitast verður við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hvernig geta félagsráðgjafar hagað störfum sínum þannig að þeir sporni við þróun og afleiðingum loftslagsbreytinga? Undirspurningar eru þessar: Hvernig geta hugmyndir og aðferðir grænnar félagsráðgjafar nýst í slíkri vinnu? Getur hamfarafélagsráðgjöf aukið viðnámsþrótt samfélaga og dregið úr tjónnæmi þeirra í kjölfar hamfara?
  Þetta er heimildaritgerð. Við gerð hennar voru notaðar einkum ritaðar heimildir, auk skilgreininga sem alþjóðlegar stofnanir hafa gefið út. Lítið hefur verið birt hérlendis um efnið ef frá eru taldar BA- og MA-ritgerðir en örlítið birt um hamfarafélagsráðgjöf.
  Tilgangur ritgerðarinnar er að varpa ljósi á fjölbreytt starf félagsráðgjafa þegar kemur að loftslagsbreytingum og hamfarir af þeirra völdum. Niðurstaða ritgerðinnar er að félagsráðgjöf hefur mikið fram að færa í þessu samhengi og gegnir margvíslegum hlutverkum, svo sem að virkja fólk og beita úrræðum sem stuðla að bættum aðstæðum, valdefla, byggja upp viðnámþrótt, sameina aðgerðir og stuðla að samfélagsþróun. Hún leggur áherslu á heildræna nálgun á aðstæður fólks og samspil þess við náttúrulegt umhverfi. Það kemur skýrt fram að störf félagsráðgjafa þegar kemur að loftslagsbreytingum og í kjölfar hamfara skipta miklu máli. Auk þess er mikilvægt að stefnumótandi ákvarðanir séu teknar um afstöðu félagsráðgjafa til umhverfismála.
  Lykilhugtök: Hnattræn hlýnun jarðar, loftslagsbreytingar, hamfarir, félagsráðgjöf, græn félagsráðgjöf.

Samþykkt: 
 • 10.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27342


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil pdf.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing BA-ritgerð.pdf55.44 kBLokaðurYfirlýsingPDF